Væntingar og frásögn nýrrar ríkisstjórnar

Smáflokkastjórnin þótti ókræsileg fyrirsögn og bauð ekki upp á trúverðuga frásögn af ríkisstjórn fjögurra vinstriflokka og Viðreisnar. Þess vegna var slík ríkisstjórn ekki mynduð.

Áður var prófað að setja saman frásögn af Engeyjar-stjórn en sú féll á fyrstu efnisgrein.

Næsta tilraun heitir ýmist ,,sögulegar sættir" eða ,,neyðin kennir naktri konu að spinna". Frásögnin þarf ekki að vera góð, bara skárri en hinar. Væntingastjórnun er óopinberlega viðurkennd sem brýnasta list stjórnmálamanna. Úr þeirri list sprettur skásta frásögnin. 

 


mbl.is Enginn einn flokkur fær umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband