Svarti-Pétur og málamiðlun með útilokun

Svarti-Pétur lendir hjá þeim flokkum sem stunda mótsögnina 'málamiðlun með útilokun'. Mótsögnin varð til þess að fimm smáflokkar eyddu nokkrum dögum í sameiginlegt verkefni; að útiloka aðkomu þess flokks sem nýtur stuðnings 29 prósent þjóðarinnar og með langstærsta þingflokkinn.

Smáflokkarnir fimm áttu ekkert sameiginlegt nema að vilja útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá landsstjórninni. Mótsagnapólitík eins og 'málamiðlun með útilokin' er dauðadæmd af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi tekur hún ekki mið af hörðum pólitískum staðreyndum og í öðru lagi er tómt mál að tala um að halda saman ríkisstjórn á þeim forsendum að vera á móti.

Hlutverk stjórnarandstöðu er að vera á móti. Ríkisstjórn hlýtur alltaf að standa fyrir eitthvað, vera með en ekki á móti. Þeir sem sitja uppi með Svarta-Pétur skilja ekki þennan greinarmun.


mbl.is Hver er Svarti-Pétur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband