Jæja-Katrín og fúll á móti

Andófsflokkarnir fimm sem þykjast ætla smíða ríkisstjórn eiga eitt sameiginlegt: að vera á móti.

Viðreisn var búin til af fáeinum sjálfstæðismönnum sem urðu undir á landsfundi. Píratar eru mótamælahreyfing eftirhrunsins. Björt framtíð er afgangurinn af brandaraandófi Besta flokksins. Slagorð Samfylkingar er ,,ónýta Ísland". Vinstri grænir urðu til vegna þess að Steingrímur J. og Ögmundur höfnuðu hjónasæng Samfylkingar um aldamótin.

Andófsfólk gengur fyrir mótmælum, samanber uppákomur á Austurvell síðustu tvö kjörtímabil. Ein þau fáfengilegustu voru jæja-mótmælin, sem voru til þess eins að hittast við styttu Jóns Sigurðssonar og sýna fram á ,,áhrifarík mótmæli". Enginn málstaður, aðeins mótmæli.

Mótmælendur kunna ekki að stjórna; innsta eðli þeirra er að vera á móti. Þeir neita málamiðlunum enda sjaldnast hægt að henda reiður á hverju þeir eru fylgjandi. Fúll á móti getur ekki stjórnað, ekki einu sinni sjálfum sér hvað þá öðrum.

Katrín Jakobsdóttir er varla með svo lága pólitíska greindarvísitölu að hún haldi að fimm flokka mótmælastjórn lifi lengur en fáeina mánuði. Líklegast er að fimm flokka sýningin sé leikrit fyrir jæja-fólkið. Mótmælin liggja í loftinu og vinstriflokkarnir verða að gera eitthvað. Bara eitthvað.


mbl.is „Bjartsýn en líka raunsæ““
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Væri ekki vel til fundið að Katrínu tækist stjórnarmyndun með þessum flokkum? Útkoman yrði sennilega efnahags og pólitískt stórslys, en stæði varla lengi. Varla sætta landsmenn sig við 40-50% atvinnuleysi í langan tíma, eins og einn af forystumönnum pírata lætur sig dreyma um, eða Þistilfjarðarkúvendinginn í ráðherrastóli, bankandi á dyr esb, öðru sinni, þvert á stefnu vg. Völd eru jú völd og hreint óendanlega hægt að semja sig frá sjálfum sér fyrir þau. Leyfa þessari hjörð að takast á við kennara, heilbrigðisstarfsmenn, aldraða, öryrkja og aðra hópa sem hverra hagsmunir hafa legið óbættir hjá garði, árum saman. Vonandi tekst Kötu þetta. Í næstu kosningum yrði kjörseðillinn a.m.k. tuttugu sentímetrum styttri, ef "vel"tekst til. Við lifðum af Hrunið. Við getum alveg lifað af, hluta kjörtímabils, undir margflokkastjórn, þó ekki væri til annars en að opinbera vitleysisganginn, valdafíknina og fullveldisafsalsdrauma fýlupúkanna, sem best lætur að vera eilíflega á móti öllu, en ófærir um að leggja til skynsamlegar lausnir á nokkrum sköpuðum hlut.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.11.2016 kl. 10:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Passar þetta nú alveg við "á móti" kenninguna, sem þessir "á móti" flokkar eru að ræða um, efling heilbrigðiskerfisins og innviða þjóðfélagsins, hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja o.s.frv. ?

Það er ekki langt síðan að sagt var um Vinstri græna að "þeir vildu fara inn í moldarkofana" og vera "á móti atvinnuuppbyggingu" af því að þeir bentu á ferðaþjónustu sem vænlegan kost.  

Ómar Ragnarsson, 18.11.2016 kl. 11:39

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Mæl þú manna heilastur Halldór.

Já Ómar þetta er rétt hjá þér "á móti" flokkarnir ræða mikið, en efndirnar eru færri.

Steinarr Kr. , 18.11.2016 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband