Fimmtudagur, 17. nóvember 2016
Nató er í tilvistarkreppu sem bitnar á ESB
Bandaríkin og Evrópusambandið munu ekki halda áfram útþenslu í Austur-Evrópu. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, fékk engin atkvæði út það gera Úkraínu að bandarísku áhrifasvæði. Bandarísk innanríkismál verða í forgangi Trump.
Ráðamenn í Evrópusambandinu veðjuðu á að útþensla í Austur-Evrópu myndi styrkja ESB. Hugsunin var að sameiginlegur óvinur, Rússland, myndi efla samstöðu ESB-ríkja. Útganga Breta, Brexit, og kjör Trump rústar þeirri von, eins og Ana Palacio, fyrrum utanríkisráðherra Spánar útskýrir.
Útþensla Evrópusambandsins í Austur-Evrópu var einnig valdefling Nató, sem skorti tilgang eftir lok kalda stríðsins fyrir aldarfjórðungi. Fyrrum starfsmaður bresku leyniþjónustunnar, Annie Machon, rekur skilmerkilega vandræðin sem Nató er komið í við landamæri Rússlands.
Bretland er með næst stærsta her ESB-ríkja. Útganga þeirra ásamt kjöri Trump, sem ætlar ekki að fjármagna Nató eins og hingað til, en Bandaríkin borga 70% af rekstrinum, girðir fyrir alla vaxtarmöguleika hernaðarbandalagsins. Og það er gott fyrir heimsfriðinn.
Kjör Trump ekki endalok NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vegna Nato misstum við fiskmarkaði okkar í Rússlandi. Alltaf að vinna fyrir gíg.
Helga Kristjánsdóttir, 18.11.2016 kl. 04:38
ESB óreiðan og óöryggið bitna á NATO.
Elle_, 18.11.2016 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.