Miðvikudagur, 16. nóvember 2016
Stefán, Egill: hættum við ESB-umsóknina
Tveir álitsgjafar á vinstri kantinum, Stefán Ólafsson og Egill Helgason, leggja báðir til að misheppnuð ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 verði sett ofan í skúffu við yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður.
Stefán og Egill eiga það sameiginlegt að fylgjast með erlendri þróun, ólíkt mörgum ESB-sinnum sem eru jafn illa að sér um útlend málefni og þeir eru heitir í óskhyggjunni um að Íslandi verði ESB-ríki.
Á Íslandi er sjö ára samfelldur meirihluti fyrir því að landið standi utan Evrópusambandsins. Það skyti skökku við að næsta meirihlutastjórn yrði mynduð til að koma minnihlutamáli á dagskrá. Sem í ofanálag klýfur þjóðina í herðar niður.
Vaxandi andstaða við inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri þá kannski óska gjörningur meirhlutastjórnar Katrínar. koma minnihlutamáli á dagskrá og kljúfa þjóðina.Þá fyrst er borgurum hennar hætta búin.
Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2016 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.