Laugardagur, 12. nóvember 2016
Ríkisstjórn meðalhófsins
Þriðja ríkisstjórnin eftir hrun stendur ekki frammi fyrir risavöxnum verkefnum, líkt og stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur strax eftir hrun og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs árið 2013, sem tókst á við skuldaleiðréttingu heimilanna og uppgjör við föllnu bankana.
Næsta ríkisstjórn fær það verkefni að varðveita stöðugleika i efnahagsmálum og gera stjórnmálamenninguna skaplegri. Uppbygging innviða og þróun sáttaleiða í launakerfi landsmanna eru helst á dagskrá.
Ríkisstjórn meðalhófsins þarf ekki sterkan meirihluta á bakvið sig enda tileinkar hún sér öfgaleysi í framgöngu og leitar sátta við þing og þjóð. En hún þarf jafnframt að vera föst fyrir og gefa ekki eftir háværum kröfum aðskiljanlegra hópa samfélagsins, sem telja að nú sé komið einmitt að þeim að fá peninga úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnar.
Byrjað á sáttmála um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er bara gáfulegur texti hjá þér Páll, ef hann gengur eftir í raunheimum.
Verður bændum slátrað? Og verður Björt framtíð látin ganga í verkið, Það er spurning?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.11.2016 kl. 09:56
Er það ekki undarlegt að sá flokkur (VG) sem hefur hvað mest slegið á trommur og kallað eftir bættum vinnubrögðum á alþingi, að hlustað sé á þjóðina, að meiri samvinnu þurfi á alþingi milli ólíkra skoðanna og hefur mikið kvartað undan því að ekki sé leitað málamiðlana, vilji nú ekki einu sinni ræða um bætt vinnubrögð, samvinnu og málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfi sem þjóðin greinilega er að kalla eftir?
Ævar Einarsson, 12.11.2016 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.