Fimmtudagur, 10. nóvember 2016
RÚV líkir Trump-sigri við hryðjuverk
Hádegisfréttir RÚV líktu kosningasigri Donald Trump við hryðjuverkin í Boston fyrir þremur árum þegar þrír létust.
Aðalfrétt RÚV í hádeginu var af mótmælum gegn Trump. Tíðindamaður RÚV í Boston sagði fólk í taugaáfalli og grátandi vegna forsetakosninganna. Sigur Trump bjó til sama hugarástand og eftir hryðjuverkin í Boston, sagði tíðindamaðurinn.
Til að magna upp spennuna spurði fréttamaðurinn: helduru að þetta verði varanlegt ástand?
Samkvæmt RÚV eru Bandaríkin lömuð eftir kosningasigur Trump og ekki einn einasti kjaftur sem er ánægður. Í kvöldfréttum RÚV fáum við sennilega að heyra að kjósendur Trump komi frá Mars.
Hvað gæti breyst með Trump? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sem sagt það var enginn sem kaus Trump, hann bara var kjörinn óvart af engum. Fréttaflutningur RUV er ótrúlegur, sýnir sig enn á ný hversu hlutdrægur sá miðill er.
Tómas Ibsen Halldórsson, 10.11.2016 kl. 16:54
Ekkert kemur manni á óvart lengur! Hvar erum við annars stödd þegar lýðræðislegum kosningaúrslitum er líkt við hryðjuverk?
Kolbrún Hilmars, 10.11.2016 kl. 17:06
Kastljós gerði regin mistök með að hafa þennan sendiherra í settinu. "Spoil-sport", sem eyðilagði flugið sem rétthugsunin var að komast á með útskýringunni að Trump hafi sigrað með aðstoð MYRKRA AFLA. Maður bara beið eftir særingapresti, blóði hreinna meyja og köngulóamjólk.
þatturinn átti að skýra fyrir áheyrendum hvers vegna Trump hafði sigur, en rétttrúnaðurinn komst aldrei út fyrir upphrópanir um rasisma og kvenhatur. Ekkert um trúnaðarbrest milli ríkisstofnana og almennings hvað þá um stöðu hins almenna borgara eða svikamylluna sem Clinton hjónin hafa komið sér upp, sem skildi óbragð eftir í munni heiðarlegs fólks sem að öllu jöfnu hefði kosið demókrata.
Ragnhildur Kolka, 10.11.2016 kl. 17:29
Hann vann að miklu leiti vegna þess að fólk er leitt á að vera kallað rasistar og kvenhatarar.
Pólitísk rétthugsun kom honum í embætti. Þessir sauðir verða bara að taka því.
Á meðan ætla ég að hlæja að þeim, þar sem þau þjást.
Ásgrímur Hartmannsson, 10.11.2016 kl. 17:55
Í kvöldfréttum RÚV var talsvert mikið gert út mótmælum gegn Trump og sagt að fjölmennustu mótmælin hefðu verið í Flórida, en þar hefðu SJÖÞÚSUND manns tekið þátt. Hvað búa margar milljónir í Flórida og hvað telst þá til fjölmennra mótmæla þar?
Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2016 kl. 19:34
Fréttaflutningur Rúv um kosningar og sigur Trump er nánast sagt hlægilegur. Kommalingarnir á Rúv hafa greinilega mikið að gera að búa til neikvæðar fréttir. Kastljós þáttur var fyrir neðar allar hellur sólótal um hvað mönnum finnst, en staðreyndir ekki skoðar.
Sem dæmi að í Flórída búa um 20.2 milljónir og er þriðja fjölmennasta fylki BNA. https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_U.S._states_and_territories_by_population
Þessir kommatrúðar á RÚV ættu að koma fram með betri fréttir eða finna sér aðra vinnu.
Ómar Gíslason, 10.11.2016 kl. 19:51
Já það er verulega skrýtið. Milljónir manna og yfir 50% þeirra sem kusu í Bandaríkjunum kusu manninn. RUV verður að hætta hlutdrægninni. Vann hann alveg óvart? Varla kusu milljónir manna manninn fyrir ekkert.
Elle_, 10.11.2016 kl. 20:50
Hvað erum við búin að gera út og þola þetta apparat lengi,á þessum nótum? Er það ýkt ef giska á 8-9 áR. Missti ég þá í kvöld af ævintýri hans og þeirra sem grétu,- en var þó búin að sjá Oddnýju grenja en hún er bara sléttur íslendingur og lítið fútt í því hjá RÚV.
Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2016 kl. 21:28
Kona í Boston segir víðtali við RUV að ónefnd kona hafi líkt hugarástandinu þar eftir sigur Trumps við hugarástandið eftir hryðjuverk í Boston maraþoninu.
Einn einstaklingur segist hafa talað við annan einstakling sem hafi sagt þetta og það nægir til að gera þetta að skoðun RUV!
Í fyrirsögninni á þessum pistli hér segir: "RUV líkir sigri Trumps við hryðjuverk." Langsótt.
Því að með þessari aðferð hefði verið hægt að segja í fyrirsögn pistils:
"RUV segir að Hillary Clinton sé glæpamaður og eigi að fara í fangelsi" í framhaldi af því að RUV hafði þetta eftir Trump í fréttum sínum.
Eða að hafa í fyrirsögn: "RUV segir að Hillary og Obama hafi stofnað ISIS" í framhaldi af því að Trump hafi sagt þetta.
Ómar Ragnarsson, 10.11.2016 kl. 22:29
Eina leiðin fyrir RUV og aðra fjölmiðla til að koma í veg fyrir að allt sem haft er eftir öðrum í fréttum sé gert að skoðun vikomandi fjölmiðils er að hætta fréttaflutningi og flutningi dagskrárefnis og loka sjoppinni.
En lokun RUV myndi líklegast gleðja suma ósegjanlega.
Ómar Ragnarsson, 10.11.2016 kl. 22:42
Já en Ómar, punkturinn var að hinu jákvæða um manninn var sleppt. Hvað kom mikið fram um það góða og jákvæða í honum? Hvað kom mikið fram frá milljónum manna á milljónir ofan sem vilja hann? Þannig er fréttaflutingurinn alltof oftþ RUV getur óbeint logið með ærandi þögn.
Elle_, 10.11.2016 kl. 23:00
Þ-ið þarna átti að vera punktur, ef þið skylduð vera að velta þ-inu fyrir ykkur;)
Elle_, 10.11.2016 kl. 23:03
Langsótt ef þessi frétt í fjölmiðlum vestanhafs er markverðust,að tali ekki um hugarástandið sem verðandi forseti skapaði með sigrinum.
Vita fréttamenn ekki að sigrinum fylgdi himnesk gleði.
Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2016 kl. 23:37
hmm - á hvað 'RÚV' ert þú að hlusta Páll - allavega ekki það sama og flestir
Rafn Guðmundsson, 10.11.2016 kl. 23:49
Hér fyrir neðan er viðtalið sem ég tók við Smára Gissurarson á kosninganóttina í Bandaríkjunum. Þegar ég var búinn að tala við Smára þá skynjaði ég að Trump myndi vinna kosningarnar þó fyrstu tölur væru rétt að byrja að koma inn og klukkan hér á Íslandi ekki nema um tvö að nóttu. Borgnesingurinn Smári er dæmigerður fyrir hinn venjulega Bandaríkjamann, fólkið sem myndar hinn stóra skara kjósenda. Mér fannst ég allt í einu skynja þegar hann sagði mér hvers vegna hann hefði kosið Trump, hvað væri að gerast meðal almennings í USA.
"Ég var að tala við Íslending sem hefur verið búsettur í USA í hartnær aldarfjórðung og hann kaus Trump og hann sagði mér af hverju. Nú veit ég hvers vegna Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna. Þið lásuð það fyrst hér." skrifaði ég á Facebook klukkan 2:15 um leið og ég var búinn að ræða við Smára.
Sex tímum síðar flutti Trump sigurræðu sína.
En hér er viðtalið sem sannfærði mig um sigur Trumps: http://www.pressan.is/Landsmalablod/Lesa_Landsmal/borgnesingur-kaus-trump
Magnús Þór Hafsteinsson, 11.11.2016 kl. 00:57
þar sem það er orðið áliðið og lúi í skrifara tel ég í stuttu máli að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á árum áður náð að stjórna með föðurlegu innsæi og réttsýni-"stétt með stétt". Ég las þetta viðtal við Smára og skil hans afstöðu vel.- Þar sem ég er hér að skrifa til þín er rétt að spyrja þig; Er þá ekkert stjórnmála afl í augsýn sem getur í dag stjórnað eins og þeir gömlu góðu? Og ef nei- og staðreynd að ekki geta allir verið- 'gjördus' er að þá ekki heimtufrekja og/eða öfund sem aftrar því......
Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2016 kl. 02:43
Rétt að skýra það augljósa að þessi spurning er ætluð Magnúsi Þór Hafsteinssyni.
Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2016 kl. 03:32
Ég hef ekki svar við þessari spurningu, það sem kemur fram í viðtalinu þar sem Smári talar um Sjálfstæðisflokkinn í lokin eru hans eigin orð.
Magnús Þór Hafsteinsson, 11.11.2016 kl. 12:04
Er Soros að koma að RúV? ;)En alvöru talað, það þarf að senda fréttamenn Rúv sem og annarra miðla í endurmenntun til þess að læra hvað það þýðir að vera hlutdrægur, kannski er það of flókið orð fyrir þetta fólk, best bara að nota hlutlaus og sjá hvort við náum árangri með því.
Linda, 11.11.2016 kl. 17:48
Hitler vann i lyðræðiskosningum. Er búinn að gleyma því? Mér finnst að þið gleðjast yfir því. En Hitler átti engan kjarnörkuvopn.
Salmann Tamimi, 12.11.2016 kl. 07:36
Það er alvarlegt að þú sakir fólk ranglega um það sem það sagði ekki og ýjaði aldrei að Salmann. Var það eitthvað sem þú misskildir eða segirðu bara eitthvað út í loftið? Þú sakaðir mig um fáfræði fyrir skömmu í síðu Halldórs vegna þess að þú skildir ekki hvað ég meinti.
Elle_, 12.11.2016 kl. 11:29
Hitler komst á þing með flokk sinn í lýðræðislegum kosningum, en alls ekki meirihluta. Hann beitti síðan svipuðum aðferðum og Lenin (Dúmuna) til þess að kúga meirihluta þingsins og hrifsa völdin.
Kolbrún Hilmars, 12.11.2016 kl. 13:41
Elle, ekki fara með rangt mál, það voru fleiri sem kusu Hillary en Trump, en þetta er stöðugt vandamál hjá þér að fara með rangt mál. Hverja RUV ræðir við eru fréttir Páll, ekki bara RUV, heldur allir helstu miðlar heims. En vandinn hjá þér er sá, að RUV sé helsta alheimsveita upplýsinga, að þínu áliti. Þú sem blaðamaður(í titli), er þá kostning Trumps ekki fréttaefni, þvert á allar kannanir. Þú verður að hætta þessum árásum á RUV, gerir þig að algeru fífli, vægt til orða tekið!
Jónas Ómar Snorrason, 13.11.2016 kl. 11:23
Æ-i Jónas, jú það var pínulítið undir 50%. Og þegar fólk bendir á mistök, sætti ég mig við þau. Það var óviljandi. Þú gerir samt allt með skítkasti, hvert einasta orð sem kemur frá þér nánast.
Elle_, 13.11.2016 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.