Benedikt svindlar á Katrínu og vill umboð Guðna Th.

Formaður Viðreisnar er með 11 þingmenn á bakvið sig eftir sameiningu við Bjarta framtíð. Á þessari forsendu ætlar Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar að krefjast umboðs til stjórnarmyndunar frá Guðna Th. forseta á undan Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna, sem er tíu manna þingflokkur.

Benedikt afhjúpar sig sem valdabraskara af áður óþekktri ósvífni. Um leið eyðileggur Björt framtíð allan trúverðugleika flokksins. Á bakvið allar pólitískar yfirlýsingar Bjartrar framtíðar er verðmiði. Spurningin er aðeins hver borgar og hve mikið.

Sameining þingflokka Viðreisnar og Bjartar framtíðar þjónar aðeins þeim tilgangi að styrkja kröfu Benedikts að verða forsætisráðherra. Eftir kosningar kallaði Guðni Th. forseti formenn flokka til sín eftir stærð þingflokkanna. Bjarni Ben. formaður Sjálfstæðisflokksins fékk umboð til stjórnarmyndunar á forsendu stærðar þingflokksins.

Líkur eru á að Bjarni Ben. skili inn umboðinu í dag eða um helgina. Benedikt Jóhannesson ætti ekki að fá umboðið strax enda Viðreisn aðeins með sjö þingmenn. Sameiginlegur þingflokkur Viðreisnar og Bjartrar framtíðar telur á hinn bóginn 11 þingmenn og er næstur þingflokki Sjálfstæðisflokksins að stærð.

Með sameiningu þingflokka Viðreisnar og Bjartar framtíðar er kjósendum gefið langt nef. Almenningur stóð í þeirri trú að flokkarnir tveir stæðu fyrir ólíkar pólitískar áherslur. Björt framtíð var í kosningabandalagi með Pírötum, Vinstri grænum og Samfylkingu fyrir kosningar. En nokkrum dögum síðar er Björt framtíð orðin að hægriflokki í vasa Benedikts Viðreisnarforingja.

Valdabrask Viðreisnar og Bjartar framtíðar grefur undan lýðræðislegu stjórnarfari í landinu. Maðurinn sem getur komið í veg fyrir hrossakaup um landsstjórnina heitir Guðni Th. Jóhannesson. Hann situr á Bessastöðum.


mbl.is Héldu sameiginlegan þingflokksfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er núgildandi stjórnarskrá á Íslandi sem að býður upp á;

að það séu alltaf stunduð "hrossakaup" tengt stjórnarmyndun á Íslandi.

Þess veggna ættum við að taka upp franska kosningakerfið hér á landi:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/2908/

Jón Þórhallsson, 11.11.2016 kl. 10:51

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Þessi nýi sameinaði þingflokkur viðreisnar og bjartar framtíðar heitir hann ekki Niðurgangur

Ómar Gíslason, 11.11.2016 kl. 12:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Valdabraskari af áður óþekktri ósvífni" -- hve raunalega rétt!

Með öllum sæmilegum ráðum ber að koma í veg fyrir að ESB-þjónninn eða sendillinn Benedikt, maður kosinn með 1462 atkvæðum, fái forystu fyrir ríkisstjórn!

Jón Valur Jensson, 11.11.2016 kl. 12:09

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það liggur fyrir að kjósendur veittu Viðreisn sjö menn og Bjartri framtíð fjóra. Kjósendur Bjartrar framtíðar hafa ekki verið spurðir með formlegum hætti hvort þeir vilji að atkvæði sín séu notuð til að styrkja Viðreisn.

Ég myndi því ætla að forsetinn líti á þetta sem tvo flokka og ræði þar með  við þá í sitthvoru lagi, komi að þeim í röðinni.  

Hrólfur Þ Hraundal, 11.11.2016 kl. 12:51

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Jón Valur, hvað fékk þinn flokkur aftur mörg atkvæði, þar sem hann bauð fram ? Viltu þú ekki halda um eigin skál áður en þú losar yfir aðra ?

Hvað ert þú, líkt og höfundur, búinn að styðja marga stjórnmálamenn á árinu ? ÓRG; DO, SDG, Helga Helgason, Gunnlaug Ingvars og nú síðast Bjarna Ben (gott ef ekki Trump líka). Þetta er nú talsvert valdabrask, ekki satt ? Allavega flokkshollusta nútímans.....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.11.2016 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband