Fimmtudagur, 10. nóvember 2016
Vg er mótmælahreyfing
Vinstri grænir eru mótmælahreyfing sem afþakkar aðild að ríkisstjórn. Þrátt fyrir kosningasigur eru innviðir flokksins of veikir og baklandið sundurleitara en svo að forysta flokksins þori að axla ábyrgð.
Afstaða Vg veitir hægriflokki Viðreisnar lykilstöðu í stjórnarmyndun, sem er með Bjarta framtíð eins og hund í bandi.
Vangeta Vg lýsir í hnotskurn stöðu vinstrimanna á Íslandi. Þeir sérhæfa sig í að velta sér upp úr vandamálum en bjóða engar lausnir og kikna undan ábyrgð.
VG hafnar Sjálfstæðisflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með leyfi að segja, væri ekki réttara með skírskotun til sögunnar að kalla VG baráttuhreyfingu. Held að það væri réttara, en vissulega þarf að mótmæla og andæfa, ef ná á einhverju framm sem á rangann veg hefur verið snúið.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.11.2016 kl. 07:08
Þorsteinn, í ljósi sögunnar væri ekki nærtækt að kalla VG VÆLUHREYFINGU?
Jóhann Elíasson, 10.11.2016 kl. 08:24
Jóhann ef það ætti að nota skammstöfunina mundi þetta vera VG = Vinstri Grand, eftir að Samfylkingin er horfin út úr myndini sem xS = extra small eins og gárungarnir segja. Og ef Bjarni gefst upp á frænda sínum og Bjartri framtíð í stórfiskaleik.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.11.2016 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.