Miðvikudagur, 9. nóvember 2016
Alþjóðahyggja og fjölmenning dóu í nótt
New York Times, sem studdi Clinton, segir að sigur Trump sé
afgerandi valdastöðutaka bandalags verksmiðjufólks og verkamanna sem finnst Bandaríkin snúa baki við sér síðustu áratugi fyrir alþjóðahyggju og fjölmenningu.
(decisive demonstration of power by a largely overlooked coalition of mostly blue-collar white and working-class voters who felt that the promise of the United States had slipped their grasp amid decades of globalization and multiculturalism.)
Trump er ekki af sama sauðahúsi og bandalagið sem bar hann til valda. En hann þarf að sýna fram á að kosningasigurinn var til einhvers.
Bandalagið sem tapaði kosningunum, fólk trútt alþjóðahyggju og fjölmenningu, mun hopa víðar en í Bandaríkjunum.
Hverju breytir sigurinn á alþjóðavísu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eina sem getur forðað stórslysi er að Trump svíki öll helstu kosningaloforð sín. Það hversu óheiðarlegur maður hann er gefur reyndar einhverja von um að hann muni að minnsta kosti svíkja einhver þeirra.
Sigurður M Grétarsson, 9.11.2016 kl. 12:52
Trump hefur verið knúinn af óseðjandi metnaði og valda- og peningafíkn frá upphafi. Nú hefur hann náð svo langt, að lengra verður vart komist.
Þess vegna er hægt að binda vonir við að hann sé orðinn sæmilega saddur og reyni að halda fengnum hlut frekar en að fara út í einhver "ævintýri."
Ómar Ragnarsson, 9.11.2016 kl. 12:58
Alþjóðahyggja og fjölmenning hafa dáið áður. Læt nægja að segja það.
Ómar Ragnarsson, 9.11.2016 kl. 13:22
Hugsjónin um glóbalisma deyr ekki svo létt. Þetta er hugarfóstur fjölþjóðafyrirtækja, banka og auðugra peningamanna á borð við Soros. Draumurinn er að búa til eitt allsherjar ESB, ef svo má segja. EsB er þegar prófsteinn að þetta er ekki hægt nema með ofríki og fasisma. Monetary union og fiscal union eru ósættanleg gildi. Engin þjóð mun sætta sig við miðstýringu efnahags með þak á útgjöld og skatta sem miða við hæsta samnefnara í menginu.
Fjórfrelsið hefur þegar afsannað sig. Það er hannað fyrir auðvaldið en ekki litla manninn.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2016 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.