Laugardagur, 5. nóvember 2016
Stjórnarmyndun í skugga velmegunar
Síðustu tvær ríkisstjórnir voru myndaðar í kreppuástandi, vinstristjórn Jóhönnu Sig. strax eftir hrunið og samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í skuldakreppunni eftir hrunið.
Næsta ríkisstjórn, þessi sem reynt er að stofna til næstu daga, glímir ekki við neina kreppu. Við blasir velsæld með hagvexti, vaxandi kaupmætti og engu atvinnuleysi.
Íslendingum gengur oft erfiðlega að höndla velsæld. Okkur er tamt að hugsa í vertíðum. Þegar vel aflast er um að gera að afla sem mest enda ekki á vísan að róa næstu vertíð.
Við þurfum ríkisstjórn sem leggur grunn að varanlegum stöðugleika. Þá þarf að vanda til verka og gefa sér rúman tíma. Ekki ætti að setja saman ríkisstjórn í tímahraki eða geðshræringu.
Meginverkefni næstu ríkisstjórnar er að gera sitt til að velmegunin komi öllum landsmönnum til góða og að viðhalda stöðugleika. Þegar allir viðkomandi átta sig á verkefninu hlýtur að fást skynsamleg niðurstaða.
Allir finna til ábyrgðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.