Miðvikudagur, 2. nóvember 2016
Ísland og stundatafla ESB - engar viðræður
Evrópusambandið semur ekki við ný ríki um aðild að sambandinu. Fyrirkomulagið er þannig að ný ríki óska eftir inngöngu þegar þing- og þjóðarvilji stendur til þess. Ef ESB telur viðkomandi ríki hæft til að ganga í sambandið byrjar aðlögunarferli. Með orðum ESB:
ESB starfrækir víðtækt samþykktarferli sem sér til þess að ný ríki eru aðeins samþykkt þegar þau geta sýnt fram á það að þau muni og geti sinnt hlutverki sínu sem fullgildir aðilar, það er með því að uppfylla allar reglur ESB og staðla, hafa samþykki stofnana sambandsins og ríkja þess og með því að hafa samþykki eigin borgara - annaðhvort í gegnum samþykki þjóðþinga þeirra eða þjóðaratkvæði.
Evrópusambandið breytti inngönguferlinu inn í sambandið um síðustu aldamót. Fyrir þann tíma, t.d. í samningum við Noreg 1994, var hægt að tala um að samningar í venjulegum skilningi þess orðs færu fram. En þegar ESB sá fram á aðild Austur-Evrópuríkja var ferlinu breytt. Engir samningar fara núna fram, aðeins aðlögun. Eins og segir í svari ESB til Svavars Alfreðs:
Reglur Evrópusambandsins sem slíkar (einnig þekktar sem acquis) eru óumsemjanlegar; þær verður að lögleiða og innleiða af umsóknarríkinu. Inngönguviðræður snúast í raun um það að samþykkja hvenær og með hvaða hætti umsóknarríkið tekur upp og innleiðir með árangursríkum hætti allt regluverk ESB og stefnur. Inngönguviðræður snúast um skilyrði og tímasetningu upptöku, innleiðingar og framkvæmdar gildandi laga og reglna ESB.
Ísland fær engar samningaviðræður við Evrópusambandið um aðild, aðeins er spurning um að fylla út stundatöflu ESB þar sem Ísland lofar að taka upp lög og reglur sambandsins á tilteknum tíma.
Reglur ESB óumsemjanlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er áhugavert að Svavar svarar einni fyrirspurn á eftirfarandi máta þar sem skýrt kemur fram að ESB og Ísland voru búin að koma sér saman um það að ESB gæti sætt sig við beiðnir frá Íslandi um seinkun á upptöku einhverra laga en slíkt yrðir að vera "limited in time and scope, and accompanied by a plan with clearly defined stages for application of the acquis."
Svar Svarvar:
"Evrópusambandið lýsir því mjög skýrt hvað sé verið að semja um: Aðildarviðræðurnar - sem ESB varar við að kalla samninga - snúast um hvernig og hvenær lagabálkur ESB sé lögleiddur og honum hrint í framkvæmd.
ESB og Ísland hafa undirritað samkomulag um eðli og framgang aðildarviðræðnanna og þar er skýrt kveðið á um mögulegar tilhliðranir frá lagabálki ESB séu alltaf takmarkaðar bæði í tíma og að umfangi og megi ekki ganga í berhögg við reglur og stefnur sambandsins. Enga varanlegar undanþágur eru í boði - eða eins og það er orðað:
"The Union may agree to requests from Iceland for transitional measures provided they are limited in time and scope, and accompanied by a plan with clearly defined stages for application of the acquis. For areas linked to the extension of the internal market, regulatory measures should be implemented quickly and transition periods should be short and few; where considerable adaptations are necessary requiring substantial effort including large financial outlays, appropriate transitional arrangements can be envisaged as part of an ongoing, detailed and budgeted plan for alignment. In any case, transitional arrangements must not involve amendments to the rules or policies of the Union, disrupt their proper functioning, or lead to significant distortions of competition."
Sjá hér (gr. 25):
http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/iceland/st1222810_en.pdf"
Jón Árni Bragason, 2.11.2016 kl. 15:40
Góð ábending, Jón Árni, sem undirstrikar hve lítið svigrúm er í aðlögunarferlinu. Aðeins er um að ræða lítil og afmörkuð frávik frá þeirri meginreglu að laga og regluverk ESB skal tekið upp áður en umsóknarríki verður formlegur aðili að Evrópusambandinu.
Aðlögunarferlið felur í sér að umsóknarríki er orðið aðildarríki, þ.e. hefur breytt stofnunum sínum og löggjöf, áður en það fær formlega aðild. Umsóknarríki eru þannig innlimuð í sambandið á aðlögunarferlinu. Þjóðaratkvæði í lok þess ferlis er aðeins málamyndagjörningur.
Páll Vilhjálmsson, 2.11.2016 kl. 16:02
Kæri Páll.
Það lá fyrir þegar dr.Össur sótti formlega um aðild að ESB þá var haldinn blaðamannafundur sem er hægt að skoða bút úr hér að neðan. Dr. Össur talaði fjálglega um undanþágur sem við myndum sækja um hjá hinum góðu herrum í Brüssel, en ESB/Stefan Füle sagði doktornum skilmerkilega að engar varanlegar udanþágur væru í boði. Endilega skoðið myndbandið.
Smellið á þetta :
DR. ÖSSUR TUKTAÐUR TIL AF EVRÓPUSAMBANDINU Á FJÖLÞJÓÐLEGUM BLAÐAMANNAFUNDI FYRIR AÐ TALA UM AÐ UNDANÞÁGUR FÁIST Í AÐLÖGUN ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU
.
.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.11.2016 kl. 05:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.