Föstudagur, 28. október 2016
Píratar svíkja stærsta kosningaloforðið
Píratar lofuðu kjósendum að ,,endurræsa Ísland" með stuttu kjörtímabili og nýrri stjórnarskrá. Leiðtogi Pírata, Birgitta Jónsdóttir, sagði
það komi ekki til greina að gera neinar tilslakanir í kröfum Pírata um stutt kjörtímabil og breytingar á stjórnarskrá á komandi þingi, hreyfingin muni ekki vinna með flokkum sem ekki samþykki það.
En núna, þegar Píratar sjá möguleika að ná völdum með hinum vinstriflokkunum, er komið annað hljóð í strokkinn. Málgagn þeirra, RÚV, hefur eftir forystu Pírata að þeir séu hættir við stutt kjörtímabil.
Nýja slagorð Pírata er Allt fyrir völdin, málefni eru aukaatriði. Píratar segjast vera heiðarlegir og gáfaðir en eru tækifærissinnað valdatökufólk sem lætur einskins ófreistað að komast í ríkisstjórn.
Svik við stærsta loforð Pírata fyrir kosningar er yfirlýsing um að Píratar séu til sölu. Hrægammarnir sem sitja um ríkissjóð vita hvað þeir syngja þegar þeir óska eftir nýrri vinstristjórn undir forystu Pírata.
Í kosningunum á morgun ræðst hvort Píratar fái umboð kjósenda að versla með lífshagsmuni þjóðarinnar.
Sjálfstæðisflokkur fram úr Pírötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Um leið og höfundi er þakkkað allar hlutlausu greinarnar, allar, síðustu daga í garð Pírata en á sama tíma að höfundur sé orðinn Sjálfsstæðismaður, þá minni ég á þá staðreynd að höfundur fær hér að hreinsa blöðru sína yfir alla þá flokka sem vilja ekki gera hans vilja en hið ágæta starfsfólk RÝV þarf að halda í sér, samkvæmt skipun fyrrverandi stjórnarformanns OR, sem var næstum búinn að gefa flokki höfundar Orkuveituna á sínum tíma. Það sýtir höfnudur. En að máli málannna, málamiðlunum. Höfundur veit líklega ekkert hvað það er enda bera skrif hans þau merki.
Koma svo, ekki kjósa íhaldið, kjósa framtíðina. Kjósa stjórnarandstöðuflokkana.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 28.10.2016 kl. 08:00
Góð tilhugsun að skoðanakannanir um fylgi flokkannna fara nú að hætta. Forysta Pírata skiptir um skoðun eftir útkomu þeirra og almenningur skynjar ístöðuleysi þeirra og gaspur um lítið annað en hvað þeir munu aðhafast og krefjast. íslendingar sjá sem fyrr eina lausn sem aldrei bregZt,þeir kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Helga Kristjánsdóttir, 28.10.2016 kl. 08:53
"Málgagn þeirra RÚV." Það var nú reyndar Fréttatíminn sem greindi frá þessu fyrstur fjölmiðla, en ef RÚV telst málgagn þeirra með því einu að greina frá þessu þegar þetta blasir við, er síðuhöfundur þá ekki líka orðinn "málgagn þeirra"?
Ómar Ragnarsson, 28.10.2016 kl. 09:05
Það hljóta að vera nýmæli að kosningaloforð séu svikin fyrir kosningar. Vinstri grænir höfðu þó vit á því árið 2009 að bíða með að svíkja sín loforð fram yfir kosningar. Já, ekki er öll vitleysan eins
Tómas Ibsen Halldórsson, 28.10.2016 kl. 09:09
Kosningaloforð sem er endurskoðað FYRIR kosningar er ekki lengur kosningaloforð.
Þetta hljómar mjög framúrstefnulegt, því venjan er sú í íslenskri pólitík að lofa hlutum fyrir kosningar, láta svo kosningarnar fara fram og þá sitjast flokkarnir og gera málamiðlanir og falla frá þeim kosningaloforðum sem ekki næst að semja um við samstarfsflokka.
Skeggi Skaftason, 28.10.2016 kl. 10:21
Hvernig er hægt að svíkja eithvað fyrir kostningar, ertu Páll eithvað að tapa þér núna. venjulega, sérstaklega með núverandi stj.flokka, þá svíkja þeir eftir kostningar, eða framkvæma eithvað, sem alls ekki var um rætt í kostningabaráttuni, eins og t.d. lækkun veiðigjalda ofl.
Jónas Ómar Snorrason, 28.10.2016 kl. 12:18
Meðan kosningar eru í gangi(utankjörstaðar) hefur sá flokkur svikið þann sem kýs hann samkvæmt yfirlýstri stefnu sinni.
Helga Kristjánsdóttir, 28.10.2016 kl. 13:48
Ekki bera fram svona þvælu Helga!
Jónas Ómar Snorrason, 28.10.2016 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.