Fimmtudagur, 27. október 2016
Valdstjórn vinstrimanna eða stöðugleiki
Kjósendur standa frammi fyrir skýrum valkosti á laugardag. Fjögurra flokka valdstjórn vinstrimanna er í boði Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Annar kostur er að sterkur Sjálfstæðisflokkur fái stjórnarmyndunarumboð til að viðhalda stöðugleika í samfélaginu.
Málefnasamningur vinstristjórnarinnar er ekki til, aðeins yfirlýsing um að þeir myndi ríkisstjórn, fái þeir umboð kjósenda á laugardag.
Fjögurra flokka vinstristjórn er uppskrift að viðvarandi upplausnarástandi á alþingi og veikri ríkisstjórn sem leiða mun til átaka víða í samfélaginu. Vinstriflokkarnir tala um ,,viðtækar kerfisbreytingar" sem þeir ætla að ráðast í. Kerfisbreytingarnar verða ekki á forsendum heildstæðrar stefnu heldur í formi upphlaupa og ala af sér óvissu og tortryggni.
Kjósendur eiga næsta leik.
Krafan um styttra kjörtímabil óraunhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.