Þriðjudagur, 25. október 2016
Kjósendur Pírata fyllast skelfingu: menntafyrirlitning frambjóðenda
Píratar skreyta sig með háskólagráðum sem þeir hafa ekki unnið til. Jón Þór segist stjórnmálafræðingur og Smári að hann sé stærðfræðingur. Núna kemur Ásta Guðrún og segir ,,alvöru" stærðfræði eiga að koma í stað hagfræði.
Enginn veit hvað Ásta Guðrún á við, og sennilega ekki hún sjálf. En þetta er fólkið sem ætlar sér að stjórna landinu eftir kosningar. Tveir ljúga upp á sig prófgráðum og einn talar um fræðigreinar eins og þær séu kukl.
Kjósendur Pírata, þeir sem hafa greitt þeim atkvæði á utankjörstað, fyllast skelfingu yfir óheiðarleika frambjóðenda Pírata.
Prófgráður frá háskólum eru staðfesting á vísindalegri og fræðilegri vinnu. Sá sem lýgur upp á sig háskólagráðu er þegar búinn að gefa yfirlýsingu um að hann sé falskur. Og falskur einstaklingur mun aldrei, aldrei verða trúr almannahagsmunum.
Segir hagfræðingum að stunda alvöru stærðfræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Staðreyndir:
Hagfræði er ekki kennd í raunvísindadeild háskóla.
Hagfræði er kennd í félagsvísindadeild háskóla.
Ályktanir:
Hagfræði er ekki raunvísindi.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.10.2016 kl. 22:49
Guðmundur þú ert svo innvígður í Píratafræðunum. Getur þú útskýrt hvað Ásta Guðrún var að segja þarna?
Ragnhildur Kolka, 25.10.2016 kl. 23:43
Öll þessi bloggfærsla fellur um þá þvælu þína um að Smári hafi sagst vera stærðfræðingur. Auðvitað veist þú það en kaust að bulla áfram.
Gísli Friðrik, 26.10.2016 kl. 00:03
Og Sigmundur Davíð er þá falskur maður í þínum bókum Páll.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 00:06
"Littlu lygalauparnir" Piratar alveg að pissa ut ,,stendur ekki steinn yfir steini i þessari þvælu þeirra !
rhansen, 26.10.2016 kl. 00:32
Ragnhildur.
Hagfræði eru ekki raunvísindi.
Hagfræðingar hefðu gott af því að tileinka sér aðferðir raunvísinda.
Það var kjarninn í því sem Ásta Guðrún sagði.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.10.2016 kl. 01:26
Guðmundur. Eru einhverjar líkur á því að hagfræði noti ekki stærðfræði og aðrar raunvísindaaðferðir þegar þær eru praktíseraðar? Félagsvísindi eru að fást við allskonar breytur og beita raunvísindum við það að hluta. Felagsvísindi lúta að mannlegu samfelagi þar sem engin ein raunvísindagrein dugar til að spá fyrir um niðurstöður.
Þetta er óskiljanlegt rugl í stelpunni og sýnir hrópandi fáfræði og barnaskap. Hagfræðin nýtir sér stærðfræði líklega framar öllum öðrum félagsvísindum, en getur ekki reytt sig á hana eingöngu.
Þú heldur kannski ekki sjálfur reikningshausinn að það sé hægt að reikna sig að hinni fullkomnu hagstjórn án þess að taka aðrar breytur með í myndina?
Loksins eftir öll heilabrot, stefnur og strauma í hagfræði kemur þessi unga stúlka með svarið. Ekki nógu mikil stærðfræði. Við lítum fram á bjartari tíma með blóm í haga nú loks þegar þetta er á hreinu.
Vonandi færir hún stjórnmálafræðina yfir á taunvísinda stigið næst. :D
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2016 kl. 05:24
Í sömu skyggnilýsingu þessarar ungu stúlku taldi hún að peningar væru óþarfir og aðspurð hvernig, þá svaraði hún eins og sönn véfrétt. "Það fer eftir því hvernig við lítum á virði"
Eru þetta konkret samræður í einhverjum tengslum við veruleikann?
Er nokkur undra þótt enginn nái samhengi í þetta rugl?
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2016 kl. 05:32
Ég hallast að því að það gæti verið hin besta skemmtun að Ásta Guðrún útskýrði sjálf hvað hún meinar. En að slíkt uppistand eigi heima í stjórnmálum er ég ekki eins viss um. Stærðfræði og Píratar eiga greinilega ekki samleið eins og umræða síðustu daga sýnir.
Ragnhildur Kolka, 26.10.2016 kl. 08:32
Eru til einhver fræði þar sem stærðfræði kemur ekkert við sögu? Spyr sá sem ekki veit.
Góðar atundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 27.10.2016 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.