Sjálfstæðisflokkurinn eða vinstristjórn Pírata

Æ fleiri kjósendur átta sig á að valkostirnir á laugardag eru aðeins tveir. Annað hvort kýs fólk Sjálfstæðisflokkinn eða vinstrabandalag Pírata, sem myndaði ríkisstjórn á lokuðum fundi síðustu helgi.

Sterkur Sjálfstæðisflokkur er eina vonin um pólitískan stöðugleika og stjórnhæfan meirihluta á alþingi. Vinstrabandalag Pírata snýst um völd en ekki málefni. Enginn veit hvað vinstristjórn Pírata mun standa fyrir. Forystumenn vinstriflokkanna gefa ekki upp hvernig þeir ætla að stjórna landinu fái þeir umboð til þess.

Valið á laugardag stendur á milli stöðugleika eða óreiðu; um það hvort Ísland fái ríkisstjórn sem getur leitt fram málamiðlanir í þágu almennings eða hvort hér ríki viðvarandi upplausnarástand.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 25,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband