Þriðjudagur, 25. október 2016
Heimsmet vinstriflokkanna: umboðslausir fyrir OG eftir kosningar
Fáum við borgaralaun Pírata, ESB-stefnu Samfylkingar, fjallagrasastefnu Vinstri grænna eða opin landamæri Bjartar framtíðar? Engin veit út á hvað stjórnarsáttmáli vinstriflokkana gengur en samt eru þeir búnir að mynda ríkisstjórn fyrir kosningar.
Hvergi á byggðu bóli dytti kosningabandalagi margra flokka að bjóða fram ríkisstjórn án málefna. Þetta þýðir að vinstrabandalagið er umboðslaust bæði fyrir og eftir kosningar. Enginn veit nema þröng klíka í hverjum flokki hvaða málefni viðkomandi flokks eru ógild fyrir kosningar og ekki einu sinni flokksforystan veit út á hvað ríkisstjórnarsamstarfið á að ganga.
Það er heimsmet að nýmynduð ríkisstjórn sé bæði umboðslaus fyrir og eftir kosningar.
Enginn sáttmáli fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Átti þetta ekki að vera til að fólk gæti gengið upplýst til kosninganna á laugardaginn? EN SVO FÆR ENGINN AÐ VITA HVAÐ FÓR ÞARNA FRAM?????
Jóhann Elíasson, 25.10.2016 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.