RÚV þegir um vonir hrægamma, tekur öfugt Icesave

RÚV sagði ekki orð í hádegisfréttum um vonir erlendra hrægammasjóða að Píratar og hinir vinstriflokkarnir komist í ríkisstjórn eftir kosningar á laugardag. RÚV var nógu duglegt í Icesave-umræðunni á sínum tíma að segja frá kröfum vogunarsjóða; að Ísland yrði Kúba norðursins ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra.

Þegar Icesave-umræðan stóð var verkefni RÚV að halda vinstristjórninni við völd. Núna er verkefnið að koma að nýrri vinstristjórn og þá skal tekið öfugt Icesave - og umræðan þögguð.

Eftirfarandi blasir við: erlendir vogunarsjóðir, kenndir við hrægamma, óska sér að Píratar og vinstriflokkarnir yfirtaki völdin í stjórnarráðinu eftir helgi. Útlendingarnir vita af reynslu að vinstristjórn í Reykjavík veit á uppgrip úr ríkissjóði Íslands. Og RÚV þegir í takt við hagsmuni huldustjórnarinnar.


mbl.is Erlendir krónueigendur bíða eftir kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef ég gæti náð mér niður á DDRÚV með því að kveikja í öllum útvarps,- internets,- og sjónvarpstengdum apparötum sem ég á, þá myndi ég gera það. En það er ekki hægt að ná sér niðri á DDRÚV. Það er ríki í ríkinu. Vírus. Pólitískur hrægammur á þjóðinni.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.10.2016 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband