Þriðjudagur, 25. október 2016
Hrægammasjóðir vonast eftir vinstristjórn
Finacial Times segir að hrægammasjóðir vonist eftir sigri Pírata og vinstriflokka á Íslandi til að auðveldara verði að sækja fjármuni í eigu íslenska ríkisins. Styrmir Gunnarsson ritstjóri vekur athygli á frétt FT.
Hrægammasjóðirnir voru ánægðir með síðustu vinstristjórn. Steingrímur J. Sigfússon gaf þeim tvo banka, Íslandsbanka og Arion, og var eftirgefanlegur í smáu sem stóru.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð með íslenskum hagsmunum gegn hrægammasjóðum, sem vonast eftir vinstristjórn á laugardaginn kemur.
Athugasemdir
" Steingrímur J. Sigfússon gaf þeim tvo banka, Íslandsbanka og Arion, ". Var að les blogg Magnúsar samfylkingarmanns hér á Mbl.is og verð nú að segja að skýringar hans á þessu atriði eru meira sannfærandi en þessi klausa. Hvernig í ósköpunum gat líka Steingrímur afhent " Hrægömmum" þessa banka? Ef ég man þetta rétt þá voru þessir bankar í eigu sömu hrægamma en alls ekki í eigu ríkisins. Viltu útskýra þessa fullyrðingu nánar.
Jósef Smári Ásmundsson, 25.10.2016 kl. 11:30
Um leið og höfundi er óskað til hamingju með frekari eimyrju um alls ekki neitt og þá um leið minnt á það mannréttindabrot sem á sér stað með hið ágæta starfsfólk RÚV, sem höfundur keppist við að hatast út í, fær ekki að tjá sig á samfélagsmiðlunum en það fær höfundur óstuddur, þá má segja frá því að það er hefð hjá höfundi að úða út úr sér ýmsar dygljur, hikar ekki við að hjóla í menn umfram málefni en hann svarar aldrei svona fyrirspurnum um fullyrðingar sínar. Höfundur er sprenglærður í siðfræðum og blaðamannafræðum. Hann hefur líkleg lært þennan "góða sið" þar.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.10.2016 kl. 12:19
Jósef vertu ekki svona grænn,einn lítill pistill (kallar klausu),á móti heilli blaðagrein,segir bara útkomuna umbúðalausa. Hélt þú hefðir marglesið skýringarnar ef þú dvelur á bloggsíðunum hér.
Helga Kristjánsdóttir, 25.10.2016 kl. 13:29
Jósef Smári, þú manst bara ekki rétt. Gömlu bankana, með öllum skuldunum, fengu kröfuhafarnir strax við hrunið, sem seldu þá hrægömmunum fyrir slikk. Nýju bankarnir voru í eigu íslenska ríkisins þar til Steingrímur afhenti þá hrægömmunum.
Ragnhildur Kolka, 25.10.2016 kl. 13:59
Hér er slegið um sig, menn kallaðir litum fyrir það að setja fram skoðanir sínar.
til fyrirmyndar...
Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.10.2016 kl. 14:01
Ragnhildur. Af að ég er nú svolítið grænn verðurðu aðeins að útskýra þetta betur. Þú segir að nýju bankarnir hafi verið í eigu íslenska ríkisins þangað til Steingrímur afhenti þá hrægömmunum. En afhentu þá hrægammarnir íslenska ríkinu þá aftur, eða hvað? Ertu ekki að tala um sömu bankana og eru að miklum meirihluta ríkisins í dag? Eða getur verið að þú sért eitthvað að blanda saman gömlu og nýju bönkunum? Helga: Klausa getur innihaldið sannleik á við heila blaðagrein, ef ekki meiri. Það er ekki málið að eiga stóra byssu. Aðalatriðið er að hitta, eins og maðurinn sagði. Svo er ég litföróttur.
Jósef Smári Ásmundsson, 25.10.2016 kl. 14:31
Gott ef ekki að frú Kolka hafi hér og víðar, kvartað yfir því að menn og konur færu " i manninn".
Margur heldur mig sig...
Kannski biðst hún velvirðingar.... þá verða allir vinir aftur.. nema höfundur, hann verður aldrei vinur allra starfsmanna RÚV sem honum er frekar í nöp við...
Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.10.2016 kl. 14:57
Eg kalla það nú ekki að " Fara í manninn" þó fólk nefni viðmælendur á nafn, Sigfús. Þarna eru bara eðlileg skoðanaskipti á ferðinni og engin ástæða til að afsaka sig.
Jósef Smári Ásmundsson, 25.10.2016 kl. 15:08
Ég þakk Kolka kærlega fyrir,en auðvitað átti ég að bíða þar til ég hefði meiri tíma,átti ekki að vera svona græn. Merkingin er auðvitað fljótfærni því ég er oft á harðaspani með alltof mörgum sem ekki hafa sama áhugamál og ég.----- Sigfús hefur ekki sést hérna síðan á Sunnudag,þegar Ragnhildur fór á kostum og mátaði hann gjörsamlega. En það er beðið eftir mér,en Jósef vildi að þú værir jafn elskur að sjálfstæði þjóðar þinnar og við,með bestu kveðju til allra.....
Helga Kristjánsdóttir, 25.10.2016 kl. 16:41
"Jósef vildi að þú værir jafn elskur að sjálfstæði þjóðar þinnar og við,"???? Hvað er nú þetta? Er eitthvað sem ég hef sett fram sem ber merki um að ég sé ekki elskur að sjálfstæði þjóðarinnar?
Jósef Smári Ásmundsson, 25.10.2016 kl. 17:34
Eitthvað er nú önnur íhaldssópranin hér í kór höfundar að koma upp um sig. Líkleg líkar henni almennt við hýðingar og skákmennska en Helgu til upplýsinga þá var ég ekkert hér um téða helgi og er því ómátaður enn þó svo að þær sprundir í kórnum séu hér daglega í hrókeringum.
En ef Jósef er sáttur við að láta líta til sín, þá samgleðst hér honum. Höfundur varð svo greinilega mál, þá varð að spræna yfir RÚV í dag, líka...
Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.10.2016 kl. 18:20
Nei Jósef ekki beint en vildi það samt.
Sigfús! Jæja sjáðu hvað þú ert áberandi,þótt peð sé alltaf peð,eins og Peðersen sagði.
Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2016 kl. 00:42
jæja Helga, þér tókst það aftur, að sigra Internetið með þessari athugasemd.
Mundu bara að peð geta gert gæfumun, t.d í endatafli. Vælukór bara syngur bágbylju og svo man enginn neitt.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.10.2016 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.