Benedikt vonast eftir vinstri stjórn - með Viðreisn

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og skuggaritstjóri Hringbrautar vonast til að vinstristjórn verði mynduð á Íslandi. Benedikt herjar á Sjálfstæðisflokkinn og gengur langt í að gera frænda sinn, Bjarna Ben., tortryggilegan.

Nýjasta framlag skuggaritstjórans tekur af öll tvímæli um hvert Viðreisn stefnir. Í ítarlegum pistli á Hringbraut eru aðaláhyggjur ritstjórans að Vinstri grænir muni svíkja það loforð sem þeir hafa gefið um að mynda vinstristjórn með Pírötum.

Benedikt og Viðreisn veðja á að annað hvort Björt framtíð eða Samfylking falli af þingi svo að Viðreisn geti hlaupið í skarðið og tekið þátt í vinstristjórn með Pírötum og Vinstri grænum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Er ekki síðuhafi vanur að gera Pírata tortryggilega.

Það er samt þó nýbreytni að þetta er ekki RÚV færsla hjá síðuhafa.

Friðrik Friðriksson, 22.10.2016 kl. 17:26

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Viðreisn er þrátt fyrir nýtt framboð ekki fædd í gær og er það skynsöm að bíða eftir talningunni uppúr kjörkössunum.  :)

Kolbrún Hilmars, 22.10.2016 kl. 17:59

3 Smámynd: Hrossabrestur

Þá eru Píratar allavega komnir út úr skápnum með það að þeir eru vinstri flokkur.

Hrossabrestur, 22.10.2016 kl. 18:16

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"með Pírötum og VG" hlýtur að hafa átt að vera niðurlag þessa pistils.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.10.2016 kl. 01:10

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já smá mismæli! Ég var að hlusta á endurtekið efni á útv.Sögu,þar sem Lilja Alfreðsdóttir og Sigurður Ingi sátu fyrir svörum.Ég verð að segja að þjóðin má ekki við því að missa þessa konu úr stjórn landsins. Hún er ekki búin að vera lengi í starfi þar sem næg  verkefni og flókin eru við að fást. Samt er hún búin að undirbúa Ísland undir breyttar aðstæður vegna Brexit og spara þannig tíma sem nýtast mun vel við nýja viðskiptasamninga. 

Helga Kristjánsdóttir, 23.10.2016 kl. 03:13

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

já, með Vinstri grænum. Takk fyrir leiðréttinguna.

Páll Vilhjálmsson, 23.10.2016 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband