Benedikt situr á girðingu Pírata og Samfylkingar

Formaður Viðreisnar vill ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk en mun tæplega mæta á ekki-mellufund Pírata og Samfylkingar á morgun.

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kýs þess í stað að sitja á girðingunni og horfa á faðmlag tapara síðustu vikna í skoðanakönnunum, Samfylkingar og Pírata. Samvkæmt mælingum á Benedikt heima í bandalagi þeirra sem kjósendur yfirgefa síðustu vikurnar fyrir kosningar.

Vinstri grænir eru á siglingu í könnunum og Björt framtíð sömuleiðis. Þessir flokkar afþakka bandalag hnignandi fylgis. En Benedikt situr rasssár á girðingunni og þorir hvorki að hrökkva né stökkva. 

 


mbl.is Allt á blússandi siglingu hjá okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband