Ekki-mellufundur Pírata: hverjir mæta?

Þeir eru mellur sem ekki mæta á fund Pírata á miðvikudag til að setja saman ríkisstjórn fyrir kosningar. Formanni Viðreisnar finnst leitt að vera kallaður mella af sjálfskipuðum talsmönnum Pírata.

Varaþingmaður Samfylkingar fyrrum og prófessor við stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Baldur Þórhallsson, segir útspil Pírata snjallt, að mynda ríkisstjórn fyrir kosningar. Auðvitað er aukaatriði að þjóðin kjósi sér þingmenn þegar fyrirfram er búið að ákveða hverjir myndi meirihluta á alþingi.

Fyrsti fundur til að setja saman ríkisstjórn fyrir kosningar er boðaður núna á miðvikudaginn kl. eitt á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Ekki-mellurnar sem mæta eru algerlega án umboðs frá kjósendum. Kosningarnar fara ekki fram fyrr en tíu dögum seinna. En prófessor Samfylkingar segir kosningar léttvægar þegar búið er að ákveða hverjir skipa ríkisstjórn þar sem Píratar eru ,,aðal".

Skiljanlega er ekki Samfylkingin ekki ,,aðal". Hún mældist síðast með 8 prósent fylgi. Prófessor Baldur telur Píratafylgi í könnunum upp á 17-19 prósent nægja til að vera ,,aðal". Ekki-mellur telja lýðræðislegar kosningar meira upp á punt. Aðalatriði sé að skora sæmilega í skoðanakönnunum til að réttlæta valdatöku fyrir kosningar.


mbl.is „Þeir ætla að vera aðal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband