Sunnudagur, 16. október 2016
Clinton í dópi, Trump í káfi; Róm og Washington
Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum halda áfram að auka virðingu heimsbyggðarinnar fyrir lýðræðinu í stórveldinu eina og sanna. Báðir frambjóðendur eru afhjúpaðir raðlygarar, þetta eru jú stjórnmálamenn. Annar er þjakaður af kvenfyrirlitningu en hinum er ekki hægt að treysta fyrir tölvupóstum með ríkisleyndarmálum, svona upp á framsóknarvísu.
Róm var heimsveldi sem stóð í þúsund ár og skiptist í tvö tímabil, það fyrra kennt við lýðveldi en hið seinna við keisara. Fyrsti keisarinn, Ágústínus, kjörsonur Júlíusar Sesars, smíðaði stjórnkerfi sem hélt velli jafnvel þótt afbrigðilegir einstaklingar settust í hásætið. Róm brann undir forsæti eins þeirra en Rómarveldi stóðst álagið.
Bandaríkin búa að goðsögninni um að vandaðir menn, ríkisstofnendur, sem upp á þarlenda tungu eru kallaðir founding fathers, hafi í öndverðu lagt þann grunn að stjórnskipun ríkisins að það kiknaði ekki undan gölluðum forsetum.
Í nóvember kjósa Bandaríkjamenn sér meingallaðan forseta. Heimsveldið mun samt sem áður starfa með líkum hætti og síðustu áratugi. Meira þarf til en afbrigðilegar persónur svo að heimsveldi falli.
Sakar Clinton um eiturlyfjanotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Líklegast er þetta hárrétt hjá þér, Páll. Ekki gleyma því að báðir frambjóðendurnir eru að því er virðist siðlausir.
Ólafur Als, 16.10.2016 kl. 10:35
Hvaðan kemur þér sú hugmynd að báðir frambjóðendur séu siðlausir? Hefur þú nokkuð skoðað þitt siðferði Ólafur?
Hrólfur Þ Hraundal, 17.10.2016 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.