RÚV og Sigmundarfréttir Davíðs

RÚV er eini fjölmiðillinn sem sérhæfir sig í fréttum af Sigmundi Davíð. RÚV lagðist í rannsóknavinnu til að gera tölvumál Sigmundar Davíðs tortryggilegt og sótti upplýsingar á grunni upplýsingalaga til að klæða fréttina trúverðugleika.

RÚV tekur Sigmund Davíð fyrir í kjördæminu og kennir honum um lægra fylgi. Sigurður Ingi, sem var frambjóðandi RÚV til formennsku í Framsóknarflokknum ber auðvitað enga ábyrgð á fylgishruni flokksins á landsvísu. Sei, sei nei.

Fréttir RÚV um Sigmund Davíð eru nær allar hálfsannleikur eða útúrsnúningur. Þegar aðrir fjölmiðlar birta fréttir sem ganga í berhögg við ófrægingarherferð RÚV þá þegir Gróa á Efstaleiti.


mbl.is Þurfti að nota gögn í tölvunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Er það ekki orðið nokkuð ljóst, að samstarf RÚV og SDG er auglýsingin, í skjóli heims-yfirvalda?

SDG fagnar ALLRI athygli, og heldur áfram eins og ekkert hafi verið að samstarfi hans við þingflokks-félagana og ríkisstjórnina? Og núna "allt í einu" eru allir orðnir sáttir við SDG, sem fárviðruðust sem mest út af honum? Fólk verður víst að horfast í augu við hryllilega planaða spillingu yfrvalda-samkrulls-svikamylluna, þótt það sé ljót sýn!

Það er ekki alveg svona einfalt, að hanna valdamafíunnar fjölmiðlað blekkingarleikrit, herra SDG og BJÖRNS-INGA-mafíu-co.

Vona að sem flestir sjái nú orðið í gegnum lygarnar og blekkingar-planið, sem hefur greinilega verið í hönnun í mörg ár. Ég viðurkenni að það er sárt að sjá hversu ósvífnin er siðlaus og langtímaplönuð. Ég trúði ekki svona illu á SDG í fyrstu. En framhaldsleikritið afhjúpar blekkingarleikinn, svo ekki verður lengur hægt að efast um hið viðbjóðslega valdaplanaða fjölmiðlaleikrit.

Sorglegt að sjá hvað "siðmenningin" í stjórnsýslunni er lögmanna/dómstóla-úrskurðandi óverjandi og helsjúklega siðblind.  

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2016 kl. 13:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeir sem fylgja skröggnum sem á peninga í öllum netum og sjóðum heims,fá dálaglega þóknun frá honum til að vinna af okkur Ísland. Til þess var ráðist á  báða æðstu forseta og forsætisráðherra. Ef þessi fjandans litlu tíkalegu vinstri flokkar geta ekki drullast til að vinna sér hylli með öðru en uppspuna um topp lýðræðissinna sem voru við það að gera Ísland að fyrirmyndar landi,en þoldu ekki við skemmdarvargarnir,verðum við að finna ráð til að gera þá óvirka...

Helga Kristjánsdóttir, 17.10.2016 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband