Sunnudagur, 9. október 2016
Stétt með stétt eða ójöfnuður innherja
Samfylking féll í þann pytt að verða flokkur innherja samfélagsins. ESB-stefna Samfylkingar var þjónkun við efnafólk og sérfræðinga í efri tekjuhópum. Talsmenn Samfylkingar viðurkenndu þetta opinberlega.
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins útskýrir sígilda jafnaðarhugsun sjálfstæðismanna, sem slagorðið ,,stétt með stétt" nær yfir:
Öll erum við jafnaðarmenn ef sú stefna snýst um að halda uppi almannatryggingarkerfi, aðgangi að heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir alla. En ef hún snýst um ríkisvæðingu og jafna kjör allra óháð framlagi eru fáir jafnaðarmenn, sem betur fer.
Samfylkingin varð að flokki innherja og tapaði stórt. Viðreisn fetar í fótspor Samfylkingar og boðar ESB-lausnir sem hygla efnafólki. Innherjafylgið er ekki til skiptanna og Samfylking situr uppi með sárt ennið.
Ríkisstjórnin fór illa með árangurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.