Viðreisn er innherjaflokkur

Viðreisn er flokkur innherja samfélagsins, þeirra sem eru efnaðri og í betri þjóðfélagsstöðu en fólk flest. Formaðurinn, Benedikt Jóhannesson, er innherji i tvöföldum skilningi orðsins, vélar með hlutafé í stórfyrirtækjum og af ætt efnafólks.

Annað viðreisnarfólk, t.d. Þorgerður Katrín fyrrum ráðherra og Þorsteinn Víglundsson fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eru innherjar í samfélaginu og svo er um fleiri á framboðslista flokksins.

Helsta baráttumál Viðreisnar er að Ísland verði ESB-ríki. Efnafólkið í landinu er almennt hlynnt aðild að Evrópusambandinu á meðan allur almenningur er á móti aðild.

Viðreisn þorir ekki að bjóða fram sem hreinn ESB-flokkur. Búin er til orðræða um að Ísland taki upp myntráð sem er vís gjaldþrotaleið. Hugmyndin að baki myntráði er að festa krónuna þannig að hún sé ónýtt verkfæri til að jafna hagsveiflur. Þegar krónan þjónar ekki lengur tilgangi sínum, þ.e. endurspeglar ekki íslenskt efnahagskerfi, er auðveldara að losna við hana. Og út á það gengur pólitík Viðreisnar.

Innherjar samfélagsins vilja ekki deila kjörum með almenningi. Innherjar vilja losna við krónuna og eiga sína peninga í alþjóðlegri mynt til að yfirgefa landið þegar á bjátar. Viðreisn er flokkur fyrir svoleiðis fólk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hér ratar kjöftugum satt orð á munn.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.10.2016 kl. 22:09

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

SI og SA og Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) og SVÞ studdu stofnun "Áfram"-hóps hins talna-óglögga Benedikts Jóhannessonar í Vísbendingu og samfóistans Vilhjálms Þorsteinssonar CCP- og Tortólamanns og lögðust á eitt með gríðarmiklu áróðursfé (eins og Viðreisn hefur núna) til að plata Íslendinga til að segja JÁ við Buchheit-samningnum um Icesave, en hann væri nú búinn að kosta okkur 80 milljarða, þvert gegn vitlausum útreikningum ESB-Benedikts! Nánar hér: http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1286385/  

 

Svo halda sumir að við höfum enga reynslu af mistökum þessa ógæfuliðs! Benedikt sjálfur er nú formaður ESB-Viðreisnar! Hann mælir aftur með því að við leggjumst hundflöt fyrir Evrópusambandinu, eins og í makrílmálinu, Icesave-málinu og Rússa-viðskiptabanns-málinu!

 

Geta menn valið sér öllu lakari málstað frammi fyrir alþjóð?

Jón Valur Jensson, 7.10.2016 kl. 22:47

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sé ekki betur en að lýsingin hér að ofan, "vilja ekki deila kjörum sínum með almenningi en eiga sína peninga í erlendri mynt" eigi við þá sem Panamaskjölin afhjúpuðu í vor en hafa verið mærðir stanslaust í hálft ár af síðuhöfundi. 

Ómar Ragnarsson, 7.10.2016 kl. 23:48

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mátti Anna Sigurlaug þá ekki eiga arf sinn, Ómar?

En hvað um erlendar eignir gjaldkera Samfylkingarinnar?

Hvað um Sigfúsarsjóðinn og annan vinstrimannasjóð, sem báðir eiga erlenda bankareikninga og leigja þinni ástkæru Samfylkingu húsnæði á Hallveigarstíg á vildarkjörum?  Er það allt í lagi, Ómar, en bara ekkert í lagi með fólk í öðrum flokkum?

Jón Valur Jensson, 8.10.2016 kl. 00:16

5 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Ég er nú alveg sammála Ómari. Það er eins og framsjallarnir megi vera innherjar en ekki aðrir. Þetta er furðulegur málflutningur. Ég veit líka um fyrirtæki sem sluppu flott þegar kreppan skall á, á sama tíma og aðrir í sama geira fóru alveg "flikk flakk" í hruninu. Þegar maður skoðar muninn þá höfðu þeir sem sluppu vel aðgang að upplýsingum sem hinir höfðu ekki aðgang að. Ég veit að ég get ekki sannað þetta en ef menn skoða málin þá er ekki hægt að sjá neinn annan mun. Og þessir menn sem þóttust ekkert vita þegar allt var að hrynja. Það er sama liðið og bæði fyrir og eftir hrun heldur því blákalt fram að það sé best til þess fallið að stjórna landinu.

En verði það best sem allra vitlausast.

Steindór Sigurðsson, 8.10.2016 kl. 12:26

6 Smámynd: Samstaða þjóðar

Ótrúleg vanþekkin Sigurjóns Þórðarsonar – frambjóðanda Dögunar.

 

1. Fyrir það fyrsta er ekki nauðsynlegt að nota Evruna sem stoðmynt, enda ekki æskilegt að tengjast Evrópusambandinu á neinn hátt. Margir góðir kostar eru fyrir hendi, til dæmis USD og Kanada dalur.

 

2. Sigurjón sér það ekki sem kost, að landsmenn geti treyst á verðgildi þeirra fjármuna sem þeir hafa í höndum. Hann vill fela valdastétt landsins að ákveða hvaða hlutfall af verðmæti krónunnar fólk fær í hendur við gjaldeyriskaup.

 

3. Argentína hafði alls ekki myntráð, heldur er um gamla lygaþvælu að ræða. Aldreigi hefur alvöru myntráð brugðist, enda er gjaldþrot þess ekki eðlisfræðilega mögulegt.

 

4. Að koma upp myntráði kostar innan við 60 milljarða króna og til samanburðar má nefna að hrein eign Seðlabankans nemur yfir 140 milljörðum.

 

5. Allir gjaldmiðlar sveiflast og með myntráði eru sveiflurnar lágmarkaðar með því að nota stöðugan gjaldmiðil sem stoðmynt. Ekki er lengra síðan en 2008, að við upplifðum hrikalegt gengisfall, sem er einkenni á smáum hagkerfum sem nota Torgreinda peningastefnu og flotgengi.

 

6. Dögun þykist vilja afnema verðtryggingu lána, en sannleikurinn er sá að það verður aldreigi að veruleika, nema með fastgengi undir stjórn myntráðs. Sama dag og myntráðið tekur til starfa, verður verðtryggingin felld niður. Krónan sjálf verður grunnur verðtryggingarinnar, auk þess að verða alþjóðlegur gjaldmiðill, að sama marki og stoðmyntin.

 

7. Sigurjón gleymdi alveg að fjalla um vextina, sem verða samstundis þeir sömu og í landi stoðmyntarinnar. Dögun hefur reyndar engar áhyggjur af drápsklyfjum okurvaxanna.

 

Sigurjón ætti að snúa sér að einhverju öðru en stjórnmálum, fyrst hann hefur ekkert annað en þvætting að segja um efnahagsmál.

 

http://blog.pressan.is/sigurjonth/2016/10/07/argentiska-leid-vidreisnar/

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 8.10.2016 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband