Mánudagur, 3. október 2016
Rekstur fjölmiðla er minnsta málið
Fjölmiðlar sem heild eru ekki í neinum rekstrarvanda. Einstakir miðlar, t.d. 365-miðlar, RÚV og einhverjir netmiðlar eru í vanda vegna mistaka í rekstri. En fjölmiðlun í heild sinni lifir góðu lífi.
Almenningur getur valið um þúsundir miðla, innlendra og erlendra, til að afla sér frétta og afþreyingar.
Aftur er ýmislegt að faglegri stjórnun ýmissa miðla. 365-miðlar eru undir hæl auðmanns sem notaði dagskrárvald fjölmiðasamsteypunnar til að kæfa gagnrýni á viðskipti sín og félaga sinna. RÚV stundar aðgerðafréttamennsku og tekur skipulega hlutdræga afstöðu í fréttaflutningi sínum, til dæmis í ESB-umræðunni. Í vor hannaði RÚV fréttir gagngert til að valda stjórnarkreppu og afsögn forsætisráðherra.
Menntamálaráðherra byrjar á öfugum enda þegar hann skipar nefnd til að ræða stöðu fjölmiðla. Hann ætti að byrja á nefnd sem fjallaði um tilgang fjölmiðla og faglegan rekstur þeirra. Best væri þó að hann léti alfarið vera að skipta sér af fjölmiðlun. Hún þrífst ágætlega án afskipta ráðherra. Nema að hann mætti alveg leggja RÚV niður.
Úttekt verði gerð á stöðu fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er dagljóst að menntamálaráðherra er að leika sér á kostnað okkar Íslendinga og hann styrkir ekki sjálfstæðisflokkinn og væri kannski betur komin með Viðreisnar hjörð Evrópudindlanna svo ljóst væri hvar andstæðingar okkar Íslendinga eru saman komnir með Samfylkingunni.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.10.2016 kl. 21:57
Óværa er heldur til leiðinda, en verður plága geti maður ekki losnað við hanna og þannig er með RUV að það er sama hvernig maður veltir sér og hristir að það er ekki nokkur leið að lostna við þessa óværu.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.10.2016 kl. 22:07
Menntamálaráðherra er tvöfaldur í roðinu.
Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2016 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.