Vilmundur, Sigmundur og skítapakkið

Á síðustu öld var stjórnmálamaður sem hét Vilmundur Gylfason. Hann gerði lítinn flokk, Alþýðuflokkin, stóran í krafti hugmynda. Þegar flokkseigendur töldu Vilmund hafa þjónað sínu hlutverki komu þeir og sögðu ,,nú getum við" og boluðu Vilmundi frá. Vilmundur notaði þriðja nafnorðið í fyrirsögninni hér að ofan um þetta lið.

Sigmundur Davíð gerði Framsóknarflokkinn stóran í krafti hugmynda. Um helgina tóku flokkseigendur sig til og felldu hann úr formannssæti með skítlegum aðferðum.

Sennilega gerir Sigmundur Davíð rétt í að halda áfram, um sinn, starfi innan Framsóknarflokksins og leiða listann í Norðausturkjördæmi.

Kjörþokki skítapakksins er ekki mikill. Eftir kosningar blasa við nýir möguleikar.

 


mbl.is Sigmundur áfram oddviti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þetta er léleg samlýking Páll. En kjósir þú að loka augum þínum fyir gjörðum SDG, þá þú um það, en þú veist það að gjörðin hverfur ekki.

Jónas Ómar Snorrason, 4.10.2016 kl. 07:39

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Eins og skáldið sagði:

Að sigra heiminn

er eins og að spila á spil

með spekingslegum svip

og taka í nefið.

(Og allt með glöðu geði

er gjarna sett að veði.)

Og þótt þú tapir,

það gerir ekkert til,

því það er nefnilega vitlaust gefið.

Wilhelm Emilsson, 4.10.2016 kl. 08:32

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...ÞVÍ ÞAÐ ER NEFNILEGA VITLAUST GEFIÐ...

Betur verður stjórnsýslu/kerfis-spillingunni á Íslandi varla lýst.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.10.2016 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband