Sunnudagur, 25. september 2016
Sigurður Ingi fer með rangt mál
Í hádegisfréttum RÚV, auðvitað, segir Sigurður Ingi að þingflokkur Framsóknarflokksins hafi ákveðið í apríl að lýsa vantrausti á Sigmund Davíð formann og forsætisráðherra. Þetta er rangt.
Vigdís Hauksdóttir er hluti af þingflokknum og ekki kannast hún við að neitt slíkt hafi verið rætt á vettvangi þingflokksins.
En auðvitað svíkur Sigurður Ingi ekki nokkurn mann. Nema kannski sjálfan sig.
Brigsl, svik og óheiðarleiki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er allt tilbúningur öfundsjúkra og auðvita með RÚV í slagtogi
Valdimar Samúelsson, 25.9.2016 kl. 16:18
Ég kann auðvita ekkert á framsóknar pólitík, en tel þó að heppilegra hefði verið að beita Sigurði Inga fyrir herfi austur í flóa en að hafa hann á grasbeit við alþinshúsið.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.9.2016 kl. 16:40
En með skemmtilegri konum á alþyngi nú síðustu ár er Vigdís Hauksdóttir, það er missir að henni.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.9.2016 kl. 16:44
Vigdís sagði eftir þingflokksfund Framsóknar í kjölfar ferðar Sigmundar upp á Bessastaði:
„Þegar þingflokksfundur var haldinn eftir fund Sigmundar á Bessastöðum gaf ég út að ég mundi styðja þá tillögu að flokkarnir endurnýjuðu umboðið,” segir Vigdís í samtali við Kjarnann. „Ég hefði talið það langbesta kostinn að rjúfa þing og efna til kosninga, á þeim forsendum hver staðan er og þeirrar háværu kröfu. Það hefði verið eðlilegast í stöðunni.”
Þannig að það er augljóst að hún og Sigmundur voru í minnihluta í þingflokki framsóknar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.9.2016 kl. 17:08
Samkvæmt því sem Magnús Helgi upplýsir hér að ofan þá fer Vigdís augljóslega með rangt mál.
Jósef Smári Ásmundsson, 25.9.2016 kl. 17:43
Er ekki orðið morgunljóst að sitjandi forsætisráðherra hljóti að vera lykilmaður í RÚV-samsærinu gegn fyrrverandi forsætisráðherra?
Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2016 kl. 18:19
Góður, Guðmundur.
Páll Vilhjálmsson, 25.9.2016 kl. 19:31
Páll. Hvað sagði Höskuldur Þórhallsson?
Veit nokkur blaðamaður eða fjölmiðlamaður um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson neitaði því ekki á fundinum fyrir norðan, þegar Höskuldur Þórhallsson upplýsti að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór umboðslaus frá þingflokknum, á þingrofsbeiðnifund á Bessastaði?
Hvað finnst fólki eiginlega um svona einræðisvinnubrögð?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2016 kl. 23:40
Síðuhöfundur hefur sjálfur rangt eftir Sigurði Inga, samkvæmt því sem sagt var í fréttum RUV í kvöld. Þar er haft eftir honum að "nærri hafi legið" að þingflokkurinn lýsti yfir vantrausti á Sigmund Davíð, sem er auðvitað ekki það sama og að lýst hafi verið yfir vantraustinu.
Ómar Ragnarsson, 26.9.2016 kl. 00:55
Ómar, í frétt RÚV segir:
„Á þessum örlagaríka þriðjudegi, þá varð trúnaðarbrestur milli formannsins og þingflokksins og þingflokkurinn hafði í hyggju að lýsa yfir vantrausti á formanninn og fela mér og þingflokksformanninum að leita leiða til að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu.
Þarna segir Sigurður Ingi að þingflokkurinn ,,hafði í hyggju" sem gefur til kynna að umræður hafi farið fram í þingflokknum og þar hafi vilji til að setja Sigmund Davíð af legið fyrir. En engu slíku er til að dreifa. Þingflokkurinn lýsti engum vilja.
Páll Vilhjálmsson, 26.9.2016 kl. 05:56
Jæja ágæti höfundur. Þá er komið að því að lúta í gras og játa fimbulfambið.
Kemur ekki ljós að þinn heimildarmaður í stór RÚV/Sigurður/formannsmálinu fór með rangt mál. Sú hinn saman var að viðurkenna hún sat ekki fundinn sem Sigurður Ingi vitnar í.
Hér bregðast greinar.....
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.9.2016 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.