Almenningur og lífeyrissjóðir eignist banka, einn fyrst

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins stillti upp almannavæðingu bankanna á móti hugmyndum vinstriflokkanna að samfélagsvæða bankakerfið. Málamiðlun þarna á milli er æskileg.

Vandinn við að almannavæða banka þannig að hver Íslendingur fái út á kennitölu sína hlut í banka er að áhættufíklar úr röðum fjármálamanna bjóðist til kaupa hlut almennings á yfirverði, líkt og Útvegsbankann forðum. Áhættufíklar mega ekki komast í bankana.

Leiðin til að komast hjá áhættufíklum er að lífeyrissjóðir kaupi þriðjungshlut og verði þannig kjölfestufjárfestar en tveir þriðju hlutafjár fari til almennings. Ef einn banki er seldur með þessum hætti í fyrstu umferð er tveir enn hjá ríkinu.

Málamiðlunin gæti falið í sér að ein banki, Landsbankinn, verði um ókomna framtíð í höndum ríkisins en tveir bankar seldir, banki nr. 2 ekki fyrr en reynslan sýni að sá fyrsti sé í öruggum höndum. Það tekur 10 til 15 ár að fá slíka reynslu.

Lífeyrissjóðirnir eru vitanlega ekki óskeikulir. En þeir eru ekki áhættufíklar þar sem þeirra hlutverk er að ávaxta lífeyri almennings.


mbl.is Önnur framboð í frúnni í Hamborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er hægt að setja hömlur á framsal og eignarhlut hvers og eins.  Það er óheppilegt og hættulegt fyrir lífeyrissjóðsfélaga, að lífeyrissjóðir eigi stóran hlut í bönkum.  Þeir eru nú þegar hamlandi fyrir frjálsa samkeppni.

Bjarni Jónsson, 25.9.2016 kl. 13:13

2 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Ég man ekki betur en svipuð hugmynd hafi komið fram nánast daginn áður en bönkunum var öllum stolið nánast á einum degi. Þar er ég að tala um einkavæðinguna hina fyrri. Þannig að þegar Bjarni talar um að gefa almenningi hlut í Banka, þá fer ég syrax að hugsa. Hvernig fer þjófnaðurinn fram núna? Því það eru meiri líkur á að mamma mín sé hrein mey en að Bjarni Benediktsson fari að gera eitthvað fyrir fólkið í landinu. Og ef þetta er svona góð hugmynd, af hverju er hann þá ekki löngu búinn að framkvæma hana. Og ef hann framkvæmir hana, þá verður það skattlagt í topp sem launatekjur en ekki fjármagnstekjur.

Steindór Sigurðsson, 25.9.2016 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband