Miðvikudagur, 21. september 2016
Heimalærdómur er ekki leiðindi - heldur þroski
Heimalærdómur er til að ná betri tökum á námsefni. Nemendur eru misfljótir að tileinka sér námsefni og myndu alls ekki ná tökum á því án heimnáms. Sumir nemendur nota skólann til að stunda félagsskap og vinna heima í staðinn. Aðrir nemendur vinna sér í haginn á skólatíma.
Þótt einhverjir foreldrar sjái ekki tilgang með heimalærdómi eða finnist hann leiðinlegur er nokkuð djarft að hefja uppreisn gegn námsháttum sem þróast hafa í áratugi og gefist vel.
Hvað er skemmtilegra en að læra einhljóð og tvíhljóð sérhljóða með barninu sínu á kvöldin? Eða rifja upp an-regluna? Að ekki sé talað um Íslandssöguna eða náttúrufræði.
Ákvað að sleppa heimalærdóminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta flokkast undir foreldra leti og skilningsleysi en ekki óhamingju barns !
rhansen, 21.9.2016 kl. 13:36
Þegar ég var í fyrsta til þriðja bekk - var ég í uþb 3 tíma á dag í skólanum og var búinn um hádegi. Í þá daga voru mæður oftast heima og gátu hjálpað börnunum að læra áður en við fórum út að leika. Sá heimalærdómur var búinn milli eitt og tvö á daginn. Eftir það var frjáls tími til að leika sér. Það var vissulega skemmtilegra að læra heima en húka í skólanum.
Í dag eru krakkarnir oft til klukkan þrjú í skólanum, þá eiga þau eftir að læra heima. Foreldrarnir vinna bæði úti, þannig að heimalærdómurinn byrjar ekki fyrr en eftir fimm á daginn, þegar bæði börn og fullorðnir eru orðnir þreyttir.
Vissulega getur verið gaman að læra með börnunu, en þegar það er farið að taka tvo til þrjá tíma á dag þegar allir eru orðnir þreyttir, þá er það ekki gaman lengur. Tvíhljóðar og an- reglur, eru skemmtilegar fyrir suma, sama á við um samlagningu deilingu og prósentureikning. Því miður er oft lítil sem engin hjálp í foreldrum þegar kemur að þessum reglum eða íslandssögunni, af því þau lærðu þetta bara fyrir próf.
Björn Bjarnason, 21.9.2016 kl. 13:58
Ég er sammála Birni með það að heimanám á ekki rétt á sér þegar krakkar eru búnir að vera alltof lengi í skólanum. Þegar ég var í skóla þá voru mæður nú reyndar ekki almennt heima á daginn (Björn er greinilega með mjög gamla mynd af sér) en heimanám var ekkert íþyngjandi og ekki margra tíma vinna sem maður þurfti mikla hjálp með. Í dag virðist þetta sumsstaðar komið útí öfgar, en þar sem magnið er bara einsog í gamla daga og kannski ekki uppá dag, þá finnst mér heimavinna hið besta mál og myndi hlakka til þess að fylgjast með barninu mínu fást við hana.
halkatla, 21.9.2016 kl. 16:24
Er ekki ágætt að kenna krökkunum að það á ekki að taka vinnnuna með sér heim?
það eru mjög fáir vinnustaðir sem ætlast til þess, t.d eiga kennarar saamkvæmt kjarasamning ekki að vinna heima hjá sér.
„rhansen“ alveg er ég samfærður um að eina manneskjan sem myndi segja svona er heimavinnandi!
Teitur Haraldsson, 21.9.2016 kl. 19:20
Elst ykkar hefur mitt ómeðvitaða "prógram" gengið upp,miðað við árangurinn. Engar reglur,bara hjálpað þegar þau báðu sérstaklega um....
Helga Kristjánsdóttir, 21.9.2016 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.