Mánudagur, 19. september 2016
Ríkisstjórn allra stétta
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerir meiri breytingar á lífeyriskerfinu en sést hefur frá tilurð þess. Jöfnun réttinda launafólks í opinberum störfum og á almenna vinnumarkaðanum til lífeyris verður fylgt eftir með jafnaðarstefnu í launamálum þessara hópa.
Ríkisstjórnin vinnur breytinguna í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins sem í áratugi hafa sett jöfnuð lífeyris á oddinn.
Ríkisstjórn allra stétta hlýtur að fá endurnýjað umboð frá þjóðinni við næstu þingkosingar. Allt annað er glapræði.
Eitt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð breyting á lýfeyriskerfinu, ætti ekki að fara alla leið og sameina alla lýfeyrissjóðina í einn, það myndu sparast margir árs-lýfeyrir venjulegs fólks á móti launum allra forsjóra, skrifstofustjóra osfrv. þegar það þyrfti bara einn af hverjum á móti öllum fjöldanum sem er í dag.
Hrossabrestur, 19.9.2016 kl. 17:41
hrossabresturinn fór fram úr sér að vanda, þetta á að vera lífeyrir en ekki lýfeyrir, biðst velvirðingar þessu.
Hrossabrestur, 19.9.2016 kl. 17:43
Auk þess til fyrirmyndar að eyða lífeyrisskuldbindingum hins opinbera með því að ganga frá greiðslum á þeim fortíðar 90 milljörðum nú. Alls ekki sanngjarnt að velta þeim skattabagga á næstu kynslóðir.
Kolbrún Hilmars, 19.9.2016 kl. 18:13
..."Ríkisstjórn allra stétta hlýtur að fá endurnýjað umboð frá þjóðinni við næstu þingkosingar." ..... Er skaupið snemma í ár....
Þvílíkt bull hér á ferð.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.9.2016 kl. 19:50
Við skulum spyrja að leikslokum. Ef ég þekki það rétt verður það einhver "Bastarður" sem kemur útúr þessu.
Steindór Sigurðsson, 20.9.2016 kl. 02:44
ÞEssi vinna hófst með samkomulagi árið 2009 Páll
Jón Bjarni, 20.9.2016 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.