Föstudagur, 16. september 2016
Sirkus Guðna smart og latir blaðamenn
Guðni Ágústsson, formaður á niðurlægingarskeiði Framsóknarflokksins, vill fá Sigurð Inga sem formann í stað Sigmundar Davíðs. Guðni stendur fyrir samþykktum fámennra félaga Framsóknarflokksins sem skora á Sigurð Inga að gefa kost á sér.
Blaðamenn, sem taka við áskorunum Guðna, nenna ekki að fletta upp á félagaskrám Framsóknarflokksins, sem þó liggja fyrir á netinu, til að setja hlutina í samhengi.
Í NV-kjördæmi eru á þriðja tug félagsdeilda Framsóknarflokksins. Þegar smáfélag í Austur-Húnavatnssýslu gerir Guðna greiða þykir það frétt. Blaðamenn ættu annað tveggja að afþakka hlutdeild í sirkus Guðna smart eða setja hlutina í samhengi og upplýsa lesendur. Blaðamennska á ekki að blekkja heldur fræða.
Skora á Sigurð Inga að gefa kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.