Miðvikudagur, 14. september 2016
Sigmundur Davíð stendur með íslenskum hagsmunum
Sigmundur Davíð var leiðandi í baráttunni gegn Icesave-samningi ríkisstjórnar vinstriflokkanna, sem reyndu að flytja kröfur Breta og Hollendinga í þrotabú einkabanka yfir á íslenskan almenning.
Vinstriflokkarnir gáfu útlendingum tvo þriðju hluta íslenska bankakerfisins til að kaupa sér frið að geta komið Íslandi inn í Evrópusambandið.
Undir forystu Sigmundar Davíðs fékk Framsóknarflokkurinn forystuhlutverk í ríkisstjórninni sem tók við að stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Sigmundur Davíð var aðalhöfundur að þeirri stefnu að skattleggja þrotabú bankanna í samræmi við íslenska hagsmuni. Með því móti fékkst stöðuleikaframlag upp á 800 milljarða króna, að mati Seðlabankans.
Sigmundur Davíð varð skotspónn rætinnar áróðursherferðar RÚV þar sem leikreglum um sanngjarna málsmeðferð var snúið á hvolf.
Áður en Sigmundur Davíð kom til sögunnar var Framsóknarflokkurinn stefnulaust rekald sem skipti um formann á fárra missera fresti. Á þriggja ára tímabili, 2006 til 2009, sátu þau Jón Sigurðsson, Guðni Ágústsson og Valgerður Sverrisdóttir, yfir ruslahrúgu af flokki sem var markaður spillingu og himinhrópandi tækifærismennsku, ýmist með eða móti ESB-aðild. Með Sigmundi Davíð varð Framsóknarflokkurinn að lykilafli íslenskra stjórnmála.
Það væri þjóðarskömm að bola Sigmundi Davíð úr stjórnmálum. Skömm framsóknarmanna yrði mest.
Styður Sigmund sem formann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikill maður Sigmundur, sem treysti ekki auðæfum konu sinnar betur á Íslandi að þau sendu þau í sumarleyfi á suðlægum eyjum svo þau þyrftu ekki að eflast í "samræmi við íslenska hagsmuni". Kommon Páll Vilhjálmsson! Hvað ertu að reyna að selja? Útrúnna vöru???
Sigmundur Davíð hefur sjálfur sagt að brotist hafi verið inn í tölvu sína og að George Soros hafi séð um aðförina að sér. Ert þú að segja að RÚV standi á bak við það?
Það fáa sem Sigmundur kom að meðan hann var forsætisráðherra var rotið allt frá fjármálastjórnun niður á Minjavernd og fornleifamál sem hann tók traustataki.
Þegar þú gerir hann að höfundi að skattlagningu þrotabúa bankanna, ertu að stela höfundaréttinn af öðru fólki. Sigmundur hljóp til á síðustu stundu og það hjálpaðu honum m.a. í stöðu forsætisráðherra.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.9.2016 kl. 07:18
Páll, fylgist þú ekkert með, ertu endalaust með hausinn í sandinum eins og strútur. Eina ástæðan fyrir því að hægt var að ná fé út úr þrotabúinum var sú, að síðasta ríkisstjæorn setti lög, sem setti þau undir gjaldeyrishöft. Framsókn og sjálfstæðis flokkar voru á móti þeim lögum. Þannig vaknaðu nú aðeins og settu höfuðið upp, upp!
Jónas Ómar Snorrason, 14.9.2016 kl. 09:13
JÓS
Þú hefur rangt fyrir þér sem jafnan.
Það var ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar sem settu gjaldeyrish0ftin á tímabundið. Það var óþokkastjórn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans sem framlengdi þeim illu heilli og gaf barrakúdunum á Wall street 2/3 bankakerfisins ákostnað skattgreiðenda til að liðka fyrir innlimun landsins í ESB. Þvílíkt hyski!! Þjóðarskömm.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.9.2016 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.