Vinstristjórnin gaf útlendingum bankana - til að liðka fyrir ESB-aðild

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vildi umfram allt gera Ísland að ESB-ríki. Til að tryggja hraðferð Íslands inn í sambandið var íslenskum hagsmunum fórnað miskunnarlaust, bæði í Icesave-deilunni og við endurreisn bankanna.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. afhenti útlendingum bankana á silfurfati til að kaupa sér frið við að innlima Ísland inn í Evrópusambandið.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við af Jóhönnustjórninni vorið 2013 og breytti um stefnu; tók íslenska hagsmuni fram yfir útlenda. Fyrsta stefnubreytingin var að aflýsa Brunsselferðalagi Samfylkingar og Vg. Næst var að koma böndum á bankakerfið, sem þegar var komið í hendur útlendinga að stórum hluta.

Við getum þakkað Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum að íslenskir hagsmunir voru settir í öndvegi fyrir þrem árum.


mbl.is Tugmilljarða meðgjöf með bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hvernig veistu þetta ?

Níels A. Ársælsson., 12.9.2016 kl. 17:12

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Lesa bara fréttirnar frá hruni.

Þar kemur allt fram þegar menn nenna

að leggja saman 2 + 2

Sigurður Kristján Hjaltested, 12.9.2016 kl. 17:59

3 Smámynd: Jónas Kr

Er það rétt skilið hjá mér að þetta sé skýrsla meirihluta fjárlaganefndar? Af hverju er svona skýrsla ekki unnin af óháðum aðila?

Jónas Kr, 12.9.2016 kl. 19:49

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þessi skýrsla er skv. fréttum gerð af Guðlaugi Þór og Vigdísi og kostuð af þeim persónulega. Hún er byggð að hluta á skýrslu Víglunds og skv. Vigdísi í fréttum áðan þá hefur ríkið fengið alla þá peninga sem þeir lögðu fram til baka og rúmlega það. Er ekki viss um að Alþingismenn geti kynnt skýrslu sem skýrslu meirihluta fjárlaganefndar án þess að fjárlaganefnd hafi í það minnsta fjallað um skýrsluna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.9.2016 kl. 19:59

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Samt hefur ekki komið fram lögin sem síðasa ríkisstjórn setti, um að þrotabú bankana færu undir gjaldeyrishöft, sett í óþökk núverandi ríkisstj.flokka. Sem er undirstaða þess að þessir aurar fengust. Hvers vegna mynnist Palli ekki á þá staðreynd hmmmm? 

Jónas Ómar Snorrason, 12.9.2016 kl. 20:45

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Steingrímur varð þjóðinni dýrari en þetta þegar hann og Már ákváðu að selja veðið í danska bankanum FIH fyrir 103 milljarða,en veðið var tekið fyrir um 70 milljarða láni seðlabankans til Kaupþings. FIH,var svo seldur af vogunarsjóðunum sem keyptu á litla  1200 milljarða stuttu síðar. Þar fóru rumir 1000 milljarðar fyrir lítið og enginn látinn axla ábyrgð á blöndrinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.9.2016 kl. 21:47

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ja hérna. Þvílík samsuða og bullsteypa!

Hvers vegna er verið að smá-mjatla þetta svona í undarlegum áróðurspörtum og skömmtum?

Hvers vegna í andskotanum er ekki allt heila helvítis milliríkjasamninga/tryggingastofnunar/lífeyrissjóða/banka-ræningjanna-draslið lagt á borðið, án kúgaðra pólitískra rannsakandi fingrafara og ásakana?

Það fýkur illilega í mig og mitt stóra skap, þegar svona illgresis-leikaraskapur fjölmiðlanna allra fær að blómstra í "réttar-ríkisins" raunverulega óréttlætinu á Íslandi.

Undarlegast af öllu fannst mér að heyra í einhverjum fréttatíma í kvöld, að minnihluti fjárlaganefndar hefði ekki fengið að vita um þetta afmarkaða opinberunar-kosningaupphrópunar-(eitthvað)? Sem meirihluti fjárlaganefndar er látinn bralla og malla ofan í blekkingafjölmiðla-heilaþvegna þjóðfélagsþegnana?

Þjóðfélagsþegnanna sem hafa víst kosningarétt í "réttlátu og heiðarlega upplýstu lýðræðisríki"?

Hvers konar djöfulsins kúgunarfjölmiðla fíflagangur og markleysa er þetta eiginlega?

Mér er frekar illa við að verja Steingrím J. Sigfússon karlinn, vegna svikanna hjá baktjalda-valdstjórn Vinstri Grænna árið 2009. En ég get ekki leyft mér annað en að verja hann núna, (þrátt fyrir allt það liðna), fyrir svona pólitískum marklausum fjölmiðlaáróðurs-fíflagangi.

Ver hann ekki vegna þess að ég treysti VG-flokksdótinu DV-stýrða umfram annað flokksdót, sem sumt, (valdstjórnar-innanflokka-meginliðið), stjórnar beggja vegna borðsins, og bak við dómaratjöldin með karlrembu-leyni-frímúrurunum.

Allir eiga að njóta sannmælis og mannréttinda-vafans, í siðmenntuðum réttarríkjum. Marktæk, heiðarleg og rétt fjölmiðlaupplýst gagnrýni er skylduháð sanngirni og réttlæti gagnvart öllum, á jafnréttisgrunni.

Meðan við fáum ekki að kjósa forseta hæstaréttar Íslands, út frá heiðarlega upplýstri fjölmiðlakynningu, þá verður engin breyting til batnaðar á mafíukúgandi og stýrða Íslandi.

Bara sama gamla kosninga-svikatuggan frá mafíu-stórfjölskyldu hæstaréttar Íslands, sem skrifar frumvörpin og lætur hóta ráðherrum og þingmönnum.

Gleymum ekki þegar Birgitta Jónsdóttir og fleiri nýjir og ungir þingmenn sögðu frá því í fjölmiðlum árið 2009, að stjórnarliðið (sumir þingmenn og ráðherrar) var kúgað með hótunum, til að kjósa gegn sinni sannfærinu og kosningaloforðum. Hverjir stóðu á bak við þær kúganir og hótanir í raun og veru?

Hæstaréttarlögmenn, dómarar og svokallaðir flokkseigendur í "siðmenntaða réttar-lýðræðisríkinu"?

Eða hverjir annars?

Falda-valdsins kúganir og hótanir stríða gegn gildandi Stjórnarskrá Íslands? Í siðmenntaða "lýðræðisríkinu"? Eða þannig!

Fólk verður að setja allt áratuganna satt/rétt upplýst kúgunarferlið í samhengi, ef sanngirni og réttlæti á að varða veg framtíðar fyrir alla jafnt, bæði á Íslandi og víðar í veröldinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.9.2016 kl. 22:37

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Frá Hruni hefur verið í gangi ferli alveg fram á þennan dag við að semja við kröfuhafa með því að semja við þá. Og allan tímann, líka við afléttingu haftanna núna síðast, er sungið um að við getum samið þannig að við fáum allt en viðsemjendurnir ekkert.  Sem ekki gengur upp. 

Mörgu hundruð milljarðar núna síðast. 

Ómar Ragnarsson, 12.9.2016 kl. 23:46

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kannabis-ræktunar-amen á eftir orðum Ómars Ragnarssonar hér að ofan.

Hvernig semur fólk um kannabisræktun og söluhagnaðinn af ræktuninni, hér á Íslandi og viðskiptanna jarðarkringlunni?

Ég skil Ómar og aðra velvitringa og góðborgara þessa lands eftir með þá ósvöruðu spurningu. Og enginn mun svara, því í marga áratugi hefur ekki verið raunverulegt tjáningarfrelsi á Íslandi.

Enginn vill missa lífið, ættingjana né þola pyntinga-afleiðinganna eiðilagða heilsuna, fyrir það að afhjúpa Íslensku mafíuna hættulegu og bankainnstilltu. Læknar og hjúkrunarfólk gerir að sárum þeirra sem lenda í handrukkunum, á kostnað dópháðra innbrota, og launasvikkinna skattpíndra láglaunaþræla.

Norður-Kóreu-einræðisdómara-kúganir norðursins (Íslands) er ekki neitt nýtt!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2016 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband