Zizek: við og múslímar erum ólík

Heimspekingurinn Slavoj Zizek varar vinstrimenn við því að taka fagnandi holskeflu flóttamanna frá miðausturlöndum og Norður-Afríku. Þeir eru góðir grannar, segir Zizek, en við eigum ekki að taka þá inn í evrópska heimilið - þeirra menning þrífst ekki innan veggja þeirrar evrópsku.

Zizek er heimspekingur og kemur úr marxískri hefð. Hann kynnir um þessar mundir nýja bók, Andóf gegn tvöfaldri þvingun, sem fjallar um afstöðuna til flóttamanna. Í viðtali segir Zizek að kristni boðskapurinn, að elska náunga sinn eins og sjálfan sig, feli ekki í sér að náunginn yfirtaki heimili manns.

Garður er granna sættir, heitir það á íslensku, og best að þeir múslímsku sitji áfram heimkynni sín fremur en að þeir verði til vandræða á vesturlöndum. Menning vesturlanda og múslímamenning eru andstæður og þrífast ekki í sama samfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þannig er rétt mál og þar sem mamma og pabbi áttu heima þar vorum við krakkarnir og þar var okkar heimilli.  Þangað komu gestir en þeir fóru alltaf aftur til síns heima eftir kaffisopa og spjall.

Þannig hélt ég að það væri líka með þjóðina, hún á heima hér og auðvita koma hingað gestir boðnir og óboðnir, en á meðan þessir gestir hafa þá kunnáttu í mannasiðum að fara á sæmilegum tíma á brott, þá eru þeir velkomnir aftur.

En svo koma gestir og þeir fara ekki aftur en lifa á okkar kostnað og kvarta ef þeim ekki líkar og skapa okkur vandræði með því að reyna að smygla sér til annarra landa með flugvélum og skipum, en samt er þeim klappað og strokið sem væru þeir prinsar okkur öllum æðri.

Hrólfur Þ Hraundal, 10.9.2016 kl. 22:38

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Hrólfur, í kjölfar enn eins ágæts pistils frá Páli.

Jón Valur Jensson, 10.9.2016 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband