Sunnudagur, 4. september 2016
Ósýnileg hönd Birgittu pírata
Birgitta Jónsdóttir er eini atvinnustjórnmálamaður Pírata. Hún er formaður þingflokksins og með setu á alþingi allar götur frá 2009. Píratar eru með þá stefnu að atvinnuþingmennska sé ekki af hinu góða.
Þeir Jón Þór og Helgi Hrafn þingmenn Pírata hlíta báðir stefnu flokksins og hætta á alþingi, Jón Þór raunar áður en kjörtímabilinu lauk. En Birgitta situr keik og ætlar sér kjörtímabilið 2016-2020.
Píratar sem ekki ná framgangi í prófkjöri kæra það til Birgittu. Ósýnileg hönd Birgittu getur breytt bæði yfirlýstri stefnu og prófkjörsniðurstöðu. Eins og dæmin sanna.
Píratar kjósa aftur í NV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi flétta sjóræningjanna að leyfa ekki kjósendum að ráða valinu er mjög í anda Jóhönnu Sigurðardóttur, Össurar, Steingríms og Evrópusambandsins.
Hrólfur Þ Hraundal, 4.9.2016 kl. 15:40
Ég held að Ásta og Helgi Hrafn fái nú alveg greidd laun fyrir sína þingsetu eins og allir aðrir þingmenn. Samkvæmt eðlilegri skilgreiningu þá er það atvinnumennska að gegna launuðu starfi, á meðan maður gegnir því. Hversu lengi maður er atvinnumaður er svo allt annað mál.
Svo er það rangt hjá ykkur báðum hér að ofan að einhver einn aðili geti breytt niðurstöðunni eða að kjósendur fái ekki að ráða valinu. Þvert á móti þá er þetta gert samkvæmt reglum flokksins en ekki háð neinum geðþótta. Röðun á lista samkvæmt niðurstöðu prófkjörsins var hafnað staðfestingu í kosningu meðal allra skráðra félagsmanna í NV-kjördæmi. Birgitta Jónsdóttir er ekki skráður félagsmaður í neinu flokksfélagi í NV-kjördæmi þar sem hún á ekki lögheimili í því kjördæmi.
Þetta mynduð þið vita vel ef þið hefðuð fyrir því að kynna ykkur staðreyndir, en ykkur er kannski alveg sama um þær?
Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2016 kl. 17:02
Auðvita má mér vera sama um þennan lista, en eiga kjósendur ekki að velja, eða hvaða mistök gerðu það að verkum að forval sjóræningjanna á að endurtaka? Voru það ekki að megin efni að kjósendur röðuðu ekki rétt á listann?
Hrólfur Þ Hraundal, 4.9.2016 kl. 18:24
Það voru engin mistök gerð. Þetta er einfaldlega í samræmi við þær reglur sem félagsmenn hafa fyrirfram komið sér saman um að skuli gilda um prófkjör. Þar á meðal er sú regla að þegar búið er að raða í sæti samkvæmt niðurstöðu prófkjörs skuli leggja listann þannig raðan í kosningu til staðfestingar. Eðli málsins samkvæmt getur farið svo að meirihluti félagsmanna hafni listanum í staðfestingarkosningu, og þá þarf, eðli málsins samkvæmt, að endurtaka kosninguna til að fá fram nýja röðun. Þetta getur svo þurft að endutaka allt þar til röðun fæst sem flestum getur hugnast, sem er ætlað til þess að ná fram sem bestri og lýðræðislegastri niðurstöðu. Auðvitað eiga kjósendur að fá að velja, enda eru það þeir sjálfir sem fá svo að kjósa um hvort þeir séu sáttir við röðunina eða ekki. Þannig er ekki um það að ræða að neinn hafi raðað "rangt" á listann, eflaust hafa flestir raðað sínum lista "rétt" að eigin mati, þó svo að þeir hafi ekki orðið ánægðir með útkomuna eftir að þeirra listar voru samkeyrðir við lista allra annarra sem kusu samkvæmt þeiri reikniformúlu sem reglurnar kveða á um að skuli nota til að raða listanum. Þetta kann að virðast skringilegt fyrir utanaðkomandi, en ef maður hefur pínulítið fyrir því að kynna sér reglurnar sem búa að baki þá kemur í ljós að þær eru ekki nein séruppfinning Pírata heldur hafa verið þróaðar af virtum fræðimönnum á þessu sviði. Svo má alveg hafa skoðun á því hvort reglurnar eigi að vera svona eða hinseginn, en það er þá betra að þær skoðanir séu myndaðar á grundvelli réttra staðreynda.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2016 kl. 19:59
Eðli,eðli einmitt sumir stjórna með augnaráðinu.
Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2016 kl. 22:26
Helga.
Ég læt ekki stjórnast af augnaráði annarra.
Vonandi á það sama við um sem flesta aðra.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2016 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.