Höskuldur er pólitískt ólæs

Síðasta mæling á fylgi flokka sýnir Framsókn undir forystu Sigmundar Davíðs ná vopnum sínum. Flokkurinn er kominn í tveggja stafa tölu en var kominn niður í sex prósent þegar Sigmundar Davíðs naut ekki við.

Höskuldur Þórhallsson lýsti sjálfur frammistöðu sinni sem ,,ferlegri" þegar hann stal senunni stjórnarkreppunni í vor. Núna kemur sá ferlegi aftur blaðskellandi og telur sig eiga erindi á stóra svið stjórnmálanna.

Höskuldur er veginn á vogarskálum stjórnmálanna og metinn léttvægur. Hann ætti ekki að gera sjálfum sér þann grikk að bæta pólitísku ólæsi á ferilskrána.

 


mbl.is Býður sig fram gegn Sigmundi Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fór á bak við þjóðina og flokk sinn, laug að öllum heiminum, fór sneypuför til Bessastaða og var settur af. 

Fylgi flokksins hrundi af þessum orsökum niður í 6 prósent. 

Sigurður Ingi Jóhannsson tók við forsætisráðherraembættinu og hefur á sér allt annað yfirbragð, enda hefur fylgi flokksins vaxið í samræmi við það. 

Þetta hélt ég að menn sem væru læsir í pólitík, gætu lesið út úr fylgistölunum. 

Ómar Ragnarsson, 31.8.2016 kl. 20:03

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Fylgi Framsóknarflokksins skrapp saman, Ómar, í vor og byrjun sumars þegar Sigmundur Davíð virtist á útleið í pólitík. Síðustu vikur stimplar Sigmundur Davíð sig inn og fylgið rís. 

Páll Vilhjálmsson, 31.8.2016 kl. 21:25

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Það er nú löngu komið á daginn og mætti öllum vera ljóst að ósannindamaðurinn er ekki Sigumundur Davíð heldur þeir sem véluðu hann í sjónvarpsviðtalið fræga.  Þeir sem ekki átta sig enn á þessu eru ekki aðeins ólæsir á pólitík heldur ólæsir yfir höfuð.

Þegar nú flest kurl eru komin til grafar er auðvitað fráleitt að halda því fram Sigmundur hafi farið á bak við þjóðina og flokk sinn og hvað þá logið að öllum heiminum enda stendur nú ekki uppi marktækur stafkrókur sem sannar þær ávirðingar.  Það er líka rangt sem þú Ómar heldur fram að Sigmundur hafi verið settur af enda baðst hann sjálfur lausnar.

Megi þeir sem stóðu að hinni fádæma löðurmannlegu og óréttmætu atlögu að Sigmundi hafa megna skömm fyrir.  Sem betur fer stefnir nú allt í að Sigmundur fái aftur fulla uppreist æru.  

Daníel Sigurðsson, 31.8.2016 kl. 22:48

4 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Síðuhafi virðist ekki hafa lesið færsluna frá Ómari.

Segir bara að fylgi Sigmundar Davíðs rís á ný.

Friðrik Friðriksson, 31.8.2016 kl. 23:44

5 Smámynd: Jón Bjarni

Páll... Er ekki möguleiki að fylgi flokksins sé tekið að rísa nú þegar það fer að verða ljóst að flokkurinn er að reyna losna við SDG.. Svona fyrst þú ert að tala um pólitískt ólæsi

Jón Bjarni, 31.8.2016 kl. 23:45

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er lítill metnaður hjá Höskuldi.

Bíður sig fram á móti formanni en sækist ekki eftir formannskjöri. 

Greinilega er hann ekki foringi

Eggert Guðmundsson, 1.9.2016 kl. 00:04

7 Smámynd: rhansen

Eg veit eiginlega ekki hvað Höskuldur er að spa ? ..á Landvisu á hann  ekki roð i SDG ..enda sja allir viðsnúningin i Framsókn um leið og ljost var að SDG  kæmi afur ... 

rhansen, 1.9.2016 kl. 00:24

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það verður æ ljósara hve landsmenn líða fyrir öflugastu fréttastofu landsins,sem er rammpólitísk. Er enn að rifja upp eldra viðtal Gísla Marteins við Sigmund,þar sem sá siðar nefndi hengdi uppskafninginn upp á snaga. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2016 kl. 14:44

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Höfundi( sem jú, kom í veg fyrir að starfsmenn RÚV geti....æji, þið vitið hvað höfundi tókst að gera með vinum sínum í litla flokksbrotinu, kennt við flugbraut....) er hér snýtt rækilega af vinum sínum hjá RVV. Þegar hann var búið að hossast á goði sínu, SDG og aukið fylgi við "endurkomu" (spurning að segja upprisu, því einn reis upp einu sinni og fór heim til sín á meðan sumir fyrrverandi forsætisráðherrar þurfa þrjár tilraunir...) SDG þá fellur fylgið, sem var jú áunnið með dýralækninn fremstan í fleginu líkt og Dagfinnur kollegi hans gerði hér í ævintýrinu.

Auðvitað að SDG að fara eins og sjónræningjarnir í sömu sögu, þá helst til heitu landanna að rækta korn (bara ekki í ESB landinu, þá verður það skítugt korn.

Skynja aukið rennsli hjá höfundi, og það rennsli sem við viljum síst.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.9.2016 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband