Miðvikudagur, 31. ágúst 2016
Birgitta bjargar heilbrigðismálum...í Húsasmiðjunni
Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata sagði í viðtali við RÚV, sem Veggurinn birtir, hvernig bjarga ætti heilbrigðismálum þjóðarinnar.
Birgitta hitti mann í Húsasmiðjunni, en hann sagði henni frá einhverri ,,skýrslu sem Boston Global gerði um hvernig heilbrigðiskerfið er hérna".
Birgitta fer um víðan völl í viðtalinu og kemst að lokum að þessari niðurstöðu: ,,held ég að það sé mjög brýnt að fá samantekt núna."
Stjórnlist Pírata er að fá samantekt um skýrslu.
Næst biður Birgitta um úrdrátt úr samantektinni um skýrsluna. Þ.e. ef hún hittir mann í BYKO sem segir henni frá manninum í Húsasmiðjunni sem sagði henni frá einhverri skýrslu...
Athugasemdir
.....Eftir alltof mörg viðtalsbil.
Helga Kristjánsdóttir, 31.8.2016 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.