Mánudagur, 29. ágúst 2016
Hnignun alþjóðahyggju: TTIP, Brexit, Trump og Sarkozy
Síðasta fórnarlamb hnignandi alþjóðahyggju er Fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, er sömu ættar. Trump í Bandaríkjunum boðar lokun landamæra á innflytjendur og ódýrar vörur. Í Frakklandi rekur Nicolas Sarkozy forsetaframboð sitt á grunni andstöðu við alþjóðahyggju.
Alþjóðavæðing síðustu áratuga færði ekki öllum efnahagslegan ábata. Stórir hópar lágtekjufólks á vesturlöndum sátu eftir á meðan þeir efnameiri fleyttu rjómann. Þeir sem eftir sitja í þróun lífskjara skynja aukið misrétti milli sín og efnafólksins. Straumur innflytjenda til vesturlanda eykur enn á angist lágtekjufólks sem fá aukna samkeppni um störf og húsnæði.
Stjórnmál snúast um að virkja flest möguleg atkvæði í þágu málstaðar. Og æ fleiri stjórnmálamenn og fylkingar sannfærast um að andstaða við alþjóðavæðingu sé til vinsælda fallin. Einfaldlega vegna þess að alþjóðavæðingin skilar ekki því sem hún lofaði - hagsæld fyrir alla.
Segir fríverslunarviðræður hafa mistekist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.