Sunnudagur, 28. ágúst 2016
Rannsókn á Helga, Þóru og RÚV
Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss og Helgi Seljan fréttamaður RÚV/Kastljóss segja í yfirlýsingu í gær að ,,lykilspurningum" vegna Wintrismálsins sé ósvarað. Wintrismálið leiddi til stjórnarkreppu og afsagnar forsætisráðherra og brýnt að upplýsa öll málsatvik.
Helgi og Þóra leggja ekki fram nein gögn um Wintrismálið. Verktaki RÚV í málinu, Jóhannes í Reykjavík Media, segist ekki geta afhent nein gögn, þau séu ekki handbær. Gögn um Wintrismálið á heimasíðu Sigmundar Davíðs hljóta þá að liggja til grundvallar þeim þætti málsins sem að honum snýr.
Annar meginþáttur rannsóknar á Wintrismálinu hlýtur að snúa að RÚV og vinnbrögðum stofnunarinnar. Margoft hefur komið fram rökstudd gagnrýni á vinnubrögð stofnunarinnar, sjá til dæmis ítarlega grein í Þjóðmálum, en hvorki Þóra, Helgi né aðrir hafa svarað.
RÚV er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins. Það stendur upp á ráðuneytið að efna til rannsóknar á Wintrismálinu. Þau Helgi og Þóra hljóta að fagna rannsókn sem leiðir í ljós svör við ,,lykilspurningum" Wintrismálsins.
Athugasemdir
Þurfa blaðamenn yfirleitt að leggja fram gögn um má sem þeir eru fjalla um? Er Sigmyndur Davíð og kona hans ekki búin að játa flest sem fjallað var um? Og er ekki oft að blaðamönnum eru sýnd gögn sem þeir svo vita í. Kallað "traustar heimilidr segja." Hélt að Páll sem titlar sig blaðamann vissi þetta. Það voru jú syndar myndir af skjölum í Kastljósi og ég skil ekki út af hverju þau ættu að sæta rannsókn sérstaklega? Nema að þetta verði þá almennt regla að blaða menn birti almennt allar sína heimildir og upplýsingar um heimildarmenn sína annars sæti þeir rannsókn.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.8.2016 kl. 09:37
Af hverju titlar þú þig sem blaðamann Páll þegar þú ert almannatengill Sigmundar?
Jón Bjarni, 28.8.2016 kl. 10:27
"Vinstri Hjörðin" flýgur hátt en eins og venjulega er málflutningur þeirra fremur lítilmótlegur eins og við var að búast...
Jóhann Elíasson, 28.8.2016 kl. 10:46
Einusinni var ríkur kall sem var samt eiginlega ekki ríkur hann var bara ógisslega góður í að fá lán. Einusinni fékk hann lán til að kaupa bílabúð fyrir fullt af pening. Kallinn sem átti bílabúðina græddi helling. Ein dóttir hans var fúl með að verða ekki rík líka svo hún fór í mál við pabba gamla og fékk miljarð... Hún og maðurinn hennar fluttu peninginn til útlanda og svo kom hrun. Lánið til að kaupa bílabúðina var afskrifað og tapið lenti á banka í ríkiseigu.
Síðan varð kall dótturinnar forsætisráðherra og ætlaði að taka á kröfuhöfum bankanna. Gleymdi samt að segja frá því að í gegnum huldufélag þeirra hjóna var hann kröfuhafi líka. Upp komst um málið en hann laug aðspurður um leynifélagið. Eftir uppgötvunina urðu þau hjón ýkt fúl, fannst illa að þeim vegið og málið allt hið ósanngjarnasta og uppástóðu að þetta væru bara árásir á þau persónulega þar sem ekkert tillit væri tekið til skýringa þeirra á málinu.
Nú er ljóst að kallinn sem neyddist til að segja af sér vegna málsins þarf að láta kjósa sig áfram til valda innan eigin flokks svo hann geti farið að ráða einhverju aftur. Af því tilefni birtist viðtal við frúnna hans í einum stærsta fjölmiðli landsins þar sem hún ber sig illa vegna meðferðarinnar á þeim hjónum. Fyrir algjöra tilviljun ber svo við að blaðinu er dreift fríkeypis á öll heimili í landinu sama dag.
Jón Bjarni, 28.8.2016 kl. 11:09
Jóhann lýðræðislegi hefur talað..... þá þurfa ekki fleiri að tala..... hann er með ´etta......#besserwisser
Sigfús Ómar Höskuldsson, 28.8.2016 kl. 12:17
Nú má vænt að höfundur beiti sér, ásamt stjórnarformanni RÚV; við munum eftir þeir aðila, hann var næstum búinn að koma OR í hendur einkaðila með fulltingi Sjálfsstæðisflokksins, að rannsaka nú alla starfsmenn RUV, hvort í þeirra fórum leynist árróður um flokk höfundar. Líklega er höfundur bestur í þá vinnu,hann gæti beitt sér líkt og hinn ágæti McCarthy gerði hér forðum í USA, með þessum líka ágæta árangri.
Auðvitað fer höfundur með rangindi hér. það liggur ekki stafur fyrir því að rannsaka téða starfsmenn, þeir gerðu gott starf, komu fyrrverandi forsætisráðherra frá. Munum þá staðreynd (heimild Gallup), að einungis 37% þjóðar styður fráfarandi stjórvöld, e-ð minna sem styðja SDG. Klárt mál að höfundur er í þeim litla hóp. Ekki viss um að sú pínulitla þúfa geri mikið í þessri atrennu.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 28.8.2016 kl. 12:26
Endilega lofa vinsti rugluðum að halda áfam i sinu "SHIT" málæði ..þeir hafa hvort sem er ekkert annað fram að færa til Landsmálanna !!
rhansen, 28.8.2016 kl. 12:54
Þökkum Rhansen fyrir hennar innlegg, þá er hún þurrausin með sín rök.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 28.8.2016 kl. 12:57
Almenna reglan í blaðamennsku er að fréttir styðjist við heimildir, sem hægt er að meta á hlutlægan hátt. Réttmæt krafa í Wintrismálinu er að skjölin sem liggja til grundvallar séu lögð fram. RÚV/Reykjavík Media beittu lygum og blekkingum við gerð Kastljósþáttarins, eins og margoft hefur komið fram. Fréttamenn sem stunda slíka iðju verður að taka með miklum fyrirvara og allt sem frá þeim kemur. Sem sagt: skjölin á borðið.
Páll Vilhjálmsson, 28.8.2016 kl. 13:45
Eins og allir vita sem sáu umrædda sjónvarpsþætti RÚV og sænska sjónvarpsins sem unnir voru í samstarfi Reykjavík Media, voru í þeim þáttum sýndar myndir af skjölum þar sem komu fram upplýsingar um Wintris félagið. Mynd á sjónvarpsskjá af skjali er í efnislegu tilliti ekkert frábrugðin ljósmynd eða ljósriti af sama skjalinu. Enn fremur hefur ekkert komið fram sem styður neinar kenningar um að þau skjöl kunni að hafa verið fölsuð. Þvert á móti hefur fyrrverandi forsætisráðherra, sá hinn sami og umfjöllunin beindist að, staðfest með margítrekuðum yfirlýsingum sínum að þær upplýsingar sem komu fram og byggðumst á umræddum skjölum, hafi verið í samræmi við sannleikann. Þannig er ekki hægt að halda því fram að bornar hafi verið fram rangar upplýsingar eða byggðar á fösluðum gögnum, nema halda því fram um leið að fyrrverandi forsætisráðherra hafi sagt ósatt þegar hann staðfesti efni þeirra upplýsinga með yfirlýsingum sínum. Með öðrum orðum þá eru þær efasemdir sem hér eru ítrekað bornar fram um sannleiksgildi umræddra upplýsinga, ígildi ásakana um ósannsögli á hendur viðkomandi einstaklingi. Slíkar kenningar ganga ekki upp án skýringa á því hvers vegna hann gæti hafa viljað ljúga svona óþægilegum hlutum upp á sjálfan sig.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2016 kl. 15:01
Orð höfundar :"RÚV/Reykjavík Media beittu lygum og blekkingum við gerð Kastljósþáttarins" Huglægt mat höfundar, sem fyrr, enda engin rök sem fylgja máli. Var það kennt í blaðamannaháskólanáminu að það mætti setja fram staðhæfingar sem þessar án þess að koma með sannanir ?
Eða er þetta siðferðislega umræða sem höfundur kýs að knýja áfram, málin til handa ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 28.8.2016 kl. 15:38
Hinar meintu lygar og blekkingar voru ekki meiri en svo, að sá sem þær eiga að hafa beinst að, hefur sjálfur staðfest sannleiksgildi upplýsinganna.
Hvers vegna ætti hann að ljúga upp á sjálfan sig hlutum sem eru óheppilegir fyrir hann sjálfan? Hver gæti eiginlega verið tilgangurinn með því?
Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2016 kl. 15:49
Ef skjölin liggja fyrir, Guðmundur, ætti að vera einfalt að birta þau, t.d. á heimasíðu RÚV. Einhverra hluta vegna er það ekki gert. Talsmenn RÚV/Reykjavík Media segjast ekki vera með nein gögn, sbr
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/07/14/sedlabankinn_ekki_oskad_eftir_gognum/
En gefum okkur, orðræðunnar vegna, að til séu gögn og þau verði lögð fram. Þá er að leggja mat á þau gögn og ræða hvaða ályktanir megi af þeim draga. Og það hlýtur að vera í þágu RÚV að það sé gert.
Milljón króna spurningin er þessi: hvers vegna eru gögnin ekki lögð fram?
Páll Vilhjálmsson, 28.8.2016 kl. 16:34
Horfðirðu ekki á sjónvarpsþáttinn þar sem birtar voru myndir af umræddum skjölum? Þar voru afrit þeirra lögð fram strax í upphafi. Jafnframt hefur sá sem skjölin varða staðfest að þær upplýsingar sem komu fram í þeim séu réttar, og þar með staðfest að um ófölsuð afrit var að ræða. Ef þú vilt sjá þessi skjöl, þá skaltu bara horfa aftur á þáttinn.
Gjörðu svo vel: Panamaskjölin í Kastljósi (9:20)
Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2016 kl. 19:09
Blaðamaðurinn og höfundur, sér væntanlega betur við öll, þetta ábyggilega allt falasað og fjölritað, einmitt af starfsfólki RÚV, gott ef einn í mötuneytinu hafi komið að málum, sá græjaði kaffið...
Lykilspurning er þá sú, verður það blaðamaðurinn og siðfræðingurinnn, höfundur sem mun þurfa votta skjölin eða verður það e-r vel valinn úr Flugvallasóknarflokknum sem mun votta að gögnin séu rétt og ófölsuð ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 28.8.2016 kl. 19:29
Takk fyrir ábendinguna, Guðmundur, en pappírar sem sýndir eru í örskoti í sjónvarpi eru einskins virði. RÚV ætti að leggja út pappírana, sem er einfalt mál, og útskýra sína túlkun á þeim. RÚV varð bert að því að ljúga upp á heimildamenn í Kastljósi, sbr. túlkun á reglum alþingis, og það eitt er nóg til að tortryggja það sem frá þeim kemur.
Páll Vilhjálmsson, 28.8.2016 kl. 19:29
Viltu semsagt fá útprentun á pappír?
Vá... pappírseintök eru svo nítjánhundruðáttatíuogeitthvað.
Sko: Þú ýtir á PrintScreen og opnar svo teikniforrit (t.d. Paint) og velur aðgerðina "Paste" (Ctrl+V) og svo "Print" (Ctrl+P). Gengur því næst að prentaranum og sækir blaðið, ef þú vilt endilega fá þetta á pappír.
Mun það breyta einhverju um innihald skjalanna? Nei.
Mun það breyta einhverju um staðfestingu fyrrverandi forsætisráðherra á sannleiksgildi upplýsinganna í skjölunum? Nei.
- Með kveðjum frá 21. öldinni.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.8.2016 kl. 15:18
Páll er hér að búa til mikinn spuna, ekki veit ég alveg fyrir hvern, en kannski á þetta að slá ryki í augu einhverra flokkssystkina formannsins.
Þegar Páll vitnar til samskipta skattayfirvalda og Reykjavik Media, þá snerust þau samskipti ALLS EKKI um Wintris eða Sigmund Davíð.
Það hefur ENGINN með einum eða neinum hætti farið formlega fram á að fá afrit af gögnum sem lágu að baki uppljóstrunum fjölmiðla er sneru að Sigmundi Davíð og Wintris.
Það væri vafalítið sáraeinfalt fyrir RM að skaffa afrit af þeim Panamaskjölum sem varða Wintris. En ég sé ekki hvaða máli það skiptir, það hefur enginn haldið því fram að eitthvað sé vafasamt við þau skjöl.
Eða hvað er það nákvæmlega sem þú ert að reyna að segja Páll minn?
Skeggi Skaftason, 30.8.2016 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.