Sunnudagur, 21. ágúst 2016
Múslímsk móðir: blessun að barnið mitt dó
Finnsk kona, sem gekk múslímatrú á hönd, skrifar um tilveru sína í Ríki íslams, Kalífadæminu í Sýrlandi og Írak, í nýjasta hefti samtakanna, Dabiq. Konan, Umm Khalid al-Finlandiyyah, er fædd inn í kristni en fann trúarsannfæringu sinni farveg í múslímatrú.
Hún lýsir hve vel henni líði í Ríki íslams þar sem börnin hennar eru alin upp í sannri trú. Hér er kafli úr ritgerð Umm Khalid þar sem hún lýsir hve þakklát hún er að barnið sitt dó ,,píslarvættisdauða."
Here youre living a pure life, and your children are being raised with plenty of good influence around them. They dont need to be ashamed of their religion. They are free to be proud of it and are given the proper creed right from the start. After four months of us being here, my son was martyred, and this was yet another blessing.
Ef kristin kona talaði á þessum nótum um barnið sitt yrði hún óðara stimpluð sem geðveik. En Umm Khalid er sannfærður múslími og finnst aldeilis frábært að barnið hennar dó fyrir trúna. Samfélagsrýnirinn Sam Harris tekur Umm Khalid sem sýnishorn af brjálæðinu sem boðið er upp á í nafni múslímatrúar.
Barnið sem sprengdi sig og um 50 aðra í loft upp í brúðkaupsveislu í Tyrklandi átti kannski móður eins og Umm Khalid al-Finlandiyyah.
12 til 14 ára barn í sprengjuvestinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Umhugsunarefni, fyrir einhverja. Ekkert mál fyrir aðra. Nú er ruddur skógarlundur fyrir byggingu mosku, við Suðurlandsbraut. Innrásin er hafin og ekki líður á löngu þar til "íslenskar" mæður lofa Guð fyrir píslarvættisdauða barna sinna.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 22.8.2016 kl. 03:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.