Sunnudagur, 21. ágúst 2016
Vont fyrir stjórnmálin ef Sigmundur Davíð hættir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var skotmark áróðursherferðar fjölmiðla, þar sem RÚV fór fremst í flokki. Hlutlægir blaðamenn, sem fóru í saumana á svokölluðum Panama-skjölum, segja ekkert misjafnt koma fram um fjármál Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans. Blaðamenn Guardian skrifa:
Guardian hefur ekki séð neinar sannanir fyrir skattaundanskotum eða óheiðarlegum ávinningi Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugar eða Wintris.
(The Guardian has seen no evidence to suggest tax avoidance, evasion or any dishonest financial gain on the part of Gunnlaugsson, Pálsdóttir or Wintris.)
RÚV-herferðin gegn Sigmundi Davíð er ein ljótasta misnotkun fjölmiðla á seinni árum. Ríkisfjölmiðillinn þverbraut eigin siðareglur í raðfréttaflutningi sínum um mál Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans.
Við viljum ekki að siðlausir fjölmiðlar ráði ferðinni í íslenskum stjórnmálum. Þess vegna er brýnt að Sigmundur Davíð haldi áfram þátttöku sinni í stjórnmálum. Ef hann hættir vegna RUV-herferðarinnar yrði það sigur siðleysis yfir siðmenningu.
Sigmundur vill leiða flokkinn áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stjórnmál snúast um traust, trúnað eða trúnaðarbrest. Af einhverjum ástæðum ákvað SDG að ljúga þegar hann var spurður um Wintris. Hvers vegna gerði hann það ef það mál var allt svona slétt og fellt?
Líklega vegna þess að það var óþægilegt að játa, að vera beggja venga borðsins í samningunum við "hrægammana" sem honum varð tíðrætt um í kosningabaráttunni 2013, en þessi staða Sigmundar Davíðs snerist um vanhæfi, en margir þeir sem verja SDG virðast ekki skilja, í hverju vanhæfiskrafan er fólgin.
Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, lýsti vel við fall Sigmundar Davíðs því sem miður fór og hafði safnast upp hjá honum á ferli hans og varð til þess að þegar undanbrögðin varðandi Wintris bættust við var það stór dropi sem fyllti mælinn.
Ómar Ragnarsson, 21.8.2016 kl. 10:32
Páll... finnst þér allt í lagi að Sigmundur og frú geymi sína peninga í skattaskjóli?
Jón Bjarni, 21.8.2016 kl. 11:35
Hverju laug Sigmundur? Hví fæst aldrei svar við hverju Sigmundur laug frá þeim sem segja hann hafa logið?
Elle_, 21.8.2016 kl. 11:40
When first asked if he had ever owned an offshore company, Gunnlaugsson told reporters from SVT and Reykjavik Media: “Myself? No. Well, the Icelandic companies I have worked with had connections with offshore companies … but I can confirm I have never hidden any of my assets.”
Jón Bjarni, 21.8.2016 kl. 11:45
Já en hvar er lygin? Og ekkert kom fram um neitt lögbrot hans. Svo er ég sammála Páli að það væri vont ef Sigmundur hætti í stjórnmálum.
Það var hinsvegar kannski vont fyrir Sigmund og mannskemmandi að fara í stjórnmál þar sem sífellt er ráðist á stjórnmálamenn að ósekju. Það væri skiljanlegt ef hann hefði gert eitthvað slæmt að ráðist væri svona á hann.
Elle_, 21.8.2016 kl. 12:01
Ert þú ekki læs? Hann var spurður hvort hann hefði átt fyrirtæki á aflandseyju... og sagði nei - það er lygi
Jón Bjarni, 21.8.2016 kl. 12:17
"Já en hvar er lygin?". Blaðamaður sænska sjónvarpsins spurði: Hefur þú átt fé í skattaskjólum ?. Sigmundur svaraði: Ha, ég. NEI.
Jósef Smári Ásmundsson, 21.8.2016 kl. 12:18
Góði slepptu skætingnum. Ætlaði annars ekkert að fara að ræða við þig og nenni ekki að vera allan daginn að lesa skætinginn þinn.
Elle_, 21.8.2016 kl. 12:20
Hann laug samt sem áður
Jón Bjarni, 21.8.2016 kl. 12:25
Var að tala við Jón Bjarna þarna, ef maðurinn er "læs".
Elle_, 21.8.2016 kl. 12:26
Ertu nokkuð að svara mér, ELLE? Til hvers í ósköpunum ertu að taka þátt í umræðum þegar þú getur ekki tekið rökum?
Jósef Smári Ásmundsson, 21.8.2016 kl. 12:29
Skætingur Jóns Bjarna er ekki sama og rök.
Elle_, 21.8.2016 kl. 12:38
Hann kom með rök ELLE. Ertu ekki sammála því að Sigmundur hafi logið þegar það liggur skjalfest fyrirog þjóðin varð vitni að því í beinni útsetningu?
Jósef Smári Ásmundsson, 21.8.2016 kl. 12:47
Úr gögnum sérfræðings Guðbjörns Jónsonar; Fréttamenn höfðu takmarkaða þekkingu (vit)á sögusviðinu. Þess vegna enga hæfni til að lesa samhengi löngu liðinna atburða. Eða lesa út úr sundurlausum vinnuskjölum úr innbroti í tölvukerfi lögfrræðistofu.
Í viðtali á útv. Sögu við Guðbjörn,rekur hann endalausan tlbúning og falsanir fréttamanna.
M.a. að peningar fóru aldrei til Tortolla og að Sigmundur skrifaði aldrei undir Vintris Inc.
Og þess vegna svaraði hann NEI,vegna spurninar um hvort hann ætti eða hefði átt fé í skattaskjólum. En vísa í viðtal við Guðbjön,sem er auðvitað það skýrasta.
Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2016 kl. 12:53
Ómar talar um vanhæfi. Það hefur þá farið fram hjá honum að Umboðsmaður Alþingis úrskurðaði eftir rannsóknarför í stjórnarráðið að svo var ekki. Kannski Ómar taki línuna bara frá ríkissjónvarpinu sem sleppti því alveg að greina frá þessari niðurstöðu umboðsmanns í aðalfréttatíma sínum en ríkisútvarpið greindi frá með miklum útúrsnúningum.
Kjartan Jónasson, 21.8.2016 kl. 13:01
" M.a. að peningar fóru aldrei til Tortolla og að Sigmundur skrifaði aldrei undir Vintris Inc. " Furðulegasta sögufölsun sem ég hef séð. 'i þessum umrædda kastljósþætti var sýnt skjal með nafni Sigmundar Davíðs sem prókúruhafa fyrir Wentris. Seinna var sýnt skjal frá endurskoðunarskrifstofu sem sýndi framá að skattur hafi verið greiddur af þessum peningum hjá Wentris, peningum sem þessi sérfræðingur á Útvarpi Sögu segir að aldrei hafi komið þar inn.
Jósef Smári Ásmundsson, 21.8.2016 kl. 13:10
Burtséð frá persónu Sigmundar Davíðs, þá finnst mér það góðs viti að hann hætti í stjórnmálum. Því þá losnum við sennilega við framsókn fyrir fullt og allt. Enda löngu tími til kominn. Nóg er spillingin samt.
Steindór Sigurðsson, 21.8.2016 kl. 13:14
Tvenn skjöl sýndu þessir falsarar,annað var ólæsilegt. Gast þú lesið það? Er ekki annað eftir því hjá þeim.
Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2016 kl. 13:14
Tek hér undir með Elle, og hverju lugu niðurtraðkarar Sigmundar Davíðs, svo sem Ríkisútvarpið með sína fláráðu Gróu á leiti að voppni?
Ég tel að þér Jón Bjarn, komi það ekkert við hvar fólk geimir eigur sínar.
Hrólfur Þ Hraundal, 21.8.2016 kl. 13:24
"hverju lugu niðurtraðkarar Sigmundar Davíðs" Hrólfur?
Jósef Smári Ásmundsson, 21.8.2016 kl. 14:40
Sýnist að hér í athugasemdum sé fólk sem finnst allt í lagi að forsætisráðherra geymi peninga í aflandsfélögum bara ef hann segir frá því. Skv. þessu hlýtur sá hin sami að vera sammála því að við öll fáum að gera þetta. Jafnvel stofna launareikninga á þessum eyjum og flytja alla okkar peninga þangað og gefa svo upp til skattst þær upphæðir sem við kjósum til skattayfirvalda.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.8.2016 kl. 14:58
Svo við komum nú aftur að pistli Páls, þá þverbraut Ríkisfjölmiðillinn allar siðareglur með þessari umfjöllun. Ennfremur er hann uppvís að pólitískri misnotkun þar sem fullyrt var að í framhaldinu yrði fjallað um aðra eigendur Panamareikninga. Það var ekki gert, vegna þess að ekkert ólöglegt hafði þarna átt sér stað, og ef þeir hefja þennan leik aftur í aðdraganda þingkosninga, þá stimpla þeir endanlega sinn pólitíska agenda.
það fáránlegasta við alla þessa umfjöllun er hvernig samfylkingarfólk eins og Ómar Ragnarsson, Jón Bjarni og Magnús Helgi reyna að glæpavæða þessa Panamaumfjöllun, því hefði ekki verið fyrir EES aðild okkar og upptöku ESB regluverksins hefðu Íslendingar aldrei haft leyfi til að leggja fé sitt á aflandsreikninga.
Ragnhildur Kolka, 21.8.2016 kl. 15:59
Hvað kemur það skattinum við hvernig við ráðstöfum afgangnum af laununum okkar - sá helmingur sem eftir er af þeim þegar skatturinn hefur fengið sitt? Eflaust kemur það skattinum vel ef við spreðum afgangnum í varning sem skilar viðbótarskatti uppá 24% í ríkiskassann - en hann getur ekki skikkað okkur til þess. Okkur er heimilt að spara ef við kærum okkur um og getum! Vita ekki helstu stuðningsmenn EES samningsins hvað í honum stendur um frjálsa fjármagnsflutninga?
Kolbrún Hilmars, 21.8.2016 kl. 16:06
Hvernig getur fullfrísku fólki þótt það í lagi að Sigmundur segi ekki frá því að hann sé einn af kröfuhöfum bankanna?
Hvernig getur fólki fundist það í lagi að forsætisráðherra landsins tali upp íslensku krónuna alla daga en feli síðan sína peninga í skjóli frá áhrifum krónunnar með aðferðum sem eru til í þeim eina tilgangi að komast hjá skattheimtu og fela eignarhald..
Og hvernig í fjandanum getur fólki fundist það í lagi að maðurinn ljúgi þegar hann er spurður um slíka gjörninga?
Þessi bullandi meðvirkni með honum er hreint út sagt ógnvekjandi
Jón Bjarni, 21.8.2016 kl. 17:11
Já hvað kemur það skattsvikum við að fólk geymi peninga þar sem það kýs? Magnús ýjar að að menn gefi bara upp til skatts það sem þeir kjósi. En eins og Ragnhildur sagði, þessir menn reyna að glæpavæða það að fólk geymi peninga erlendis. "Ógnvekjandi". Svo er ég sammála Hrólfi að Jóni Bjarna kemur ekkert við hvar Sigmundur geymir peninga.
Svo lugu þessir "fréttamenn" að Sigmundi, Jósep, hittu hann á fölskum forsendum. "Ógnvekjandi". Gústaf Skúlason skýrði fals þeirra ýtarlega í Moggabloggssíðunni sinni. Og þú varst þar að fárast yfir að Sigmundur geymdi peninga í skattaskjóli. (Og yfir meintu nafnleysi okkar RHansen. Ætli það skýri að þú skrifir alltaf Elle með 4 stórum stöfum, eins og skammstöfun?).
Elle_, 21.8.2016 kl. 17:17
Jú, mér kemur það við hvar fólk sem nýtir sér þau kerfi sem greidd eru með skatttekjum felur peningana sína og mér kemur það við að forsætisráðherrann minn hafi setið beggja megin borðsins í málefnum kröfuhafa bankanna
Ég eyddi þónokkrum árum í að læra skattarétt, hef skrifað 2 mastersritgerðir um baráttuna gegn alþjóðlegum skattsvikum og ég hef HVERGI séð nokkurn mann segja að það komi öðrum ekki við að menn kjósi að geyma eignir sínar í skattaskjólum, nema stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.. Þetta er rannsóknarefni
Jón Bjarni, 21.8.2016 kl. 17:42
Hver geymdi peninga í skattaskjóli? Það var ekki það sem ég sagði, talandi um læsi, Jósep var að fárast yfir skattaskjóli, sagði ég að ofan.
Elle_, 21.8.2016 kl. 17:52
Nú veit ég ekkert um Jón Bjarna en ég get dregið þá ályktun af skrifum hans að Rannsóknarstofnun Atvinnulífsins að Bifröst laði ekki að sér réttsýna fagmenn eða röklega þenkjandi, heldur pólítíska áróðursdindla. Getur það hafa farið fram hjá honum að það eru séreignir eiginkonu fyrrverandi forsætisráðherra sem hér um ræðir en ekki eignir hans sjálfs. Hefur hann heldur engan skilning a því að ef eitthvað stæðist ekki varðandi skattmeðferð þessara eigna, sem ekki eru í skattaskjóli, væru íslensk skattayfirvöld komin í málið fyrir löngu. Sem sagt, pólitískur áróður tengdur þessari menntastofnun.
Kjartan Jónasson, 21.8.2016 kl. 18:32
Ég held að þau hjónin hafi aldrei átt neitt fyrirtæki í skattaskjóli. Þau áttu aldrei Wintris Inc, sem var fjallað um í Kastljósi og víðar. Þó er nokkuð ljóst að þreifingar hafa verið milli Landsbankans í Lúx og lögfræðistofunnar. Öll sú umræða var mjög undarleg. Ég horfði á Kastljósþáttinn tvisvar, og fannst margt mjög undarlegt. Ég hvet alla sem vilja átta sig eitthvað á þessu máli að lesa úttekt Guðbjörns Jónssonar um þetta, hann er á blogginu hjá Mogganum.
Um það má svo deila hvort Sigmundur hafi verið beggja vegna borðs, og hvort það hafi einhverju breytt.
Ég skyldi heldur aldrei afhverju var verið að kalla efti CFC útfærslu, þar sem fyrirtækið var ekki skráð sem rekstrarfélag, sem þó hefði verið skattalegt hagræði.
Haukur Árnason, 21.8.2016 kl. 18:33
Það er fátt betra til að láta taka mark á sér en að byrja á því að ráðast persónulega á þann sem þú ert ósammála - það gefur öllu sem á eftir kemur enn meira vægi..
Það hefur ekkert farið framhjá mér.. Þau hjónin ákváðu að vera með sínar eignir í félagi sem var stofnað í landi þar sem lagalegt umhverfi er með þeim hætti að auðvelt er að fela eignarhaldið - hefði ekki til komið leki á gögnum frá fyrirtækinu sem sá um gjörninginn hefði enginn vitað af því sem átti sér stað - Aðspurður laug Sigmundur síðan um gjörðir sína.
Þú segir svo: " Hefur hann heldur engan skilning a því að ef eitthvað stæðist ekki varðandi skattmeðferð þessara eigna, sem ekki eru í skattaskjóli, væru íslensk skattayfirvöld komin í málið fyrir löngu. Sem sagt, pólitískur áróður tengdur þessari menntastofnun"
Þetta sýnir lítið annað en skilningsleysi þess sem það ritar - "galdurinn" við skattaskjólin er einmitt sá að skattayfirvöld vita ekkert hvað á sér þarna stað og geta engar upplýsingar fengið aðrar en þær sem viðkomandi gefur sjálfviljugur..
Svo skil ég ekki þetta röfl þitt um Bifröst.. kemur skýrsla sem ég gerði um skattsvik í ferðaþjóustu fyrir 2 árum þessu máli eitthvað við.. Eða ertu bara að bæta upp eigið rökleysi með dónaskap og blammeringum? Það er góð regla Kjartan að halda sig við málefnin í stað þess að ráðast á fólk persónulega, það ber ekki vott um neitt annað en skort á rökum.
Jón Bjarni, 21.8.2016 kl. 18:50
Um Jón Bjarna segir á blog.is:
Höfundur
Kjartan Jónasson, 21.8.2016 kl. 19:41
Ég skil ekki enn hvernig Bifröst kemur þessu við..
Það er ekkert ljóst. Einu upplýsingarnar sem við höfum um skattskil þeirra er það sem kemur frá þeim sjálfum. Skattayfirvöld geta ekki skoðað nokkurn skapaðan hlut. Félög eru staðsett í þessum eyjum í nákvæmlega þeim tilgangi, og þeim eina tilgangi. Hafi ekki verið ætlan þeirra hjóna að fela, þá hefðu þau staðsett félagið annarsstaðar en í karabíska hafinu, því það er eina mögulega hagræðið af gjörningnum. Og það að endurskoðunarfyrirtæki kvitti uppá excel skjal sem enginn leið er sannreyna að sé rétt skiptir engu máli. Þú virðist ekki skilja að með því að staðsetja félag á svona stað er engin leið fyrir yfirvöld að skoða eitt eða neitt
Jón Bjarni, 21.8.2016 kl. 19:56
Að ég get ekki dregið aðra ályktun af skrifum þínum, sem merkir þig Bifröst, en þá að Rannsóknarstofnun Atvinnulífsins að Bifröst laði ekki að sér réttsýna fagmenn eða röklega þenkjandi, heldur pólítíska áróðursdindla. Umræddir fjármunir eiginkonu SDG hafa aldrei verið í skattaskjóli heldur gert grein fyrir þeim frá því þeir mynduðust á skattaskýrslu hennar
Vakin er athygli á eftirfarandi atriðum :
1. Erlendu félagi Önnu hefur aldrei verið leynt og eignir aldrei verið í skattaskjóli. Gerð er grein fyrir félaginu, skráningarlandi þess og öllum eignum á skattframtali.
2. Félagið eða skráningarland þess eru ekki notuð til að draga úr skattbyrði. Anna hefur ætíð greitt fullan skatt af eignum sínum og tekjum í samræmi við íslensk lög.
3. Við framtalsgerð hefur verið horft í gegnum félagið eins og það hafi aldrei verið til og eignir þess skráðar sem bein eign Önnu frá því ári áður en svo kallaðar CFC-reglur tóku gildi. Sú varfærna leið að greiða skatta af öllum eignum, hverri fyrir sig, í stað þess að nýta félagið og líta á það sem fyrirtæki í atvinnurekstri (og skila CFC-framtali) hefur skilað sér í hærri skattgreiðslum til ríkisins en ef stuðst hefði verið við atvinnurekstrar-/CFC-leiðina. Sú leið myndi auk þess þýða að komast mætti hjá skattgreiðslum næstu árin vegna uppsafnaðs taps.
4. Anna nýtti ekki tækifæri til að fresta skattlagningu söluhagnaðar þegar hún seldi hlut sinn í fjölskyldufyrirtækinu.
5. Hjálögð gögn sýna að á umræddu tímabili námu skattgreiðslur okkar hjóna tæpum 300 milljónum króna. Reiknað til núvirðis má áætla að skattgreiðslur af eignum eiginkonu minnar nemi hátt í 400 milljónum.
6. Leiðrétting umsýslufélags á skráðu eignarhaldi 31. desember 2009 breytir engu um skattgreiðslur vegna Wintris.
7. Á yfirlitinu má sjá að Anna hefur ekki hagnast á því að geyma fjármagn sitt erlendis eins og hún hefur gert til að forðast árekstra við stjórnmálastörf mín. Ljóst má vera að hún hefði hagnast á því að geyma peninga í verðtryggðum íslenskum hávaxtakrónum eða íslenskum hlutabréfum.
8. Skattayfirvöld hafa aldrei gert athugasemd við með hvaða hætti talið er fram. Eins og sjá má í töflu 5 í hjálögðum gögnum hefur sú leið sem farin var við framtalsgerð enda skilað ríkissjóði hærri skattgreiðslum heldur en ef gert hefði verið upp eins og um félag í atvinnurekstri væri um að ræða, þ.e. hin svokallaða CFC-leið.
Kjartan Jónasson, 21.8.2016 kl. 20:26
Ég var nemandi Háskólans á Bifröst Kjartan og vann eina skýrslu um skattsvik. Hvaða tilgangi þjónar þessi dónaskapur þinn?
Þau hjónin ákváðu að geyma sínar eignir í landi þar sem eina mögulega hagræðið er leynd. Það að fólk sé svo einfalt að trúa því í alvöru að þetta aé allt eðlilegt er eitthvað sem truflar mig ekki neitt. Finnst þessi meðvirkni hins vegar mjög áhugaverð. Þú ættir svo að reyna venja þig af þessum ósið þínum að ráðast að persónu fólks en ekki málefnum. Það gengisfellir bæði þig og það sem þú segir
Jón Bjarni, 21.8.2016 kl. 20:40
Undarlegt að þú skulir þá kenna þig við þessa rannsóknarstofnun á Bifröst á bloggi þínu en það er svo sem í samræmi við annað hjá þér. Og dónaskapurinn er allur þinn, bæði í garð sannleikans og fyrrverandi forsætisráðherra og eiginkonu hans.
Kjartan Jónasson, 21.8.2016 kl. 20:57
Það að uppfæra moggabloggsaðfanginn minn er ekki ofarlega á to do listanum mínum Kjartan.. Og það hvar ég hef verið kemur því sem ég er að segja ekkert við. Ef þú vilt trúa því að það hafi verið einhver tilviljun að þau hjónin skyldu vera viðskiptavinir fyrirtækis á aflandseyju sem sérhæfði sig í að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum að fela eignir sínar þá bara trúir þú því.
Jón Bjarni, 21.8.2016 kl. 21:08
Jón Bjarni Það er búið að sýna svo ekki fer milli mála að gögnin sem voru notuð í árásinni á Sigmund,sýna ekki nokkurn óheiðarlegan ávinning eða skattaundanskot PUNKTUR.
Það hlýtur að vekja hjá okkur grunsemdir vegna þráhyggju þinnar um óheiðarleika Sigmundar,hvar þú ert og vinnur. Er það kannski tilviljun að einn mesti Evrópusinni og baráttumaður um að koma Íslandi í esb.er prófessor á Bifröst,Eiríkur Bergmann.
Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2016 kl. 23:32
Ég vinn ekki á Bifröst Helga og þekki Eirík jafn lítið og þú. Ég rek bar í miðbæ Reykjavíkur..
Og það hafa engin gögn verið lögð fram sem sanna eitt eða neitt annað en þeirra eigin orð. Við vitum ekkert hvað þau eiga þarna úti og það er enginn leið að komast að því. Þessvegna nýtir stóreignafólk þessar eyjar. Það er þessvegna alveg rétt að við vitum ekki af neinum skattsvikum, einfaldlega vegna þess að þau eru með sínar eignir á stað sem hefur það eitt umfram önnur lönd að þar eru engar skráningar.. Ef þú trúir því í alvöru að einhver hending hafi valdið því að af öllum stöðum þá skyldu þau hjón velja slíkan stað fyrir sínar eignir þá skalt þú bara trúa því
Jón Bjarni, 21.8.2016 kl. 23:48
Væri ég ung eins og þú og væri þarna í ágúst,færi ég upp á Hraunnefsöxl. var þarna 5 sumur hreint frábært.
Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2016 kl. 23:54
Ég var þar í tæp 8 ár, góður staður að vera á.. Ég hef samt aldrei talað við Eirík ;)
Jón Bjarni, 22.8.2016 kl. 00:01
Jón Bjarni. Þráhyggjan þín er takmarkalaus í garð Sigmundar Davíðs og frú.
Þú tönglast á því um allar koppagrundir að skattaskjól sé það sama og undanskot, sama hvernig sannanir og skýringar um annað hrannast upp í tilfelli SDG.
Viltu ekki snúa þínu kvæði í kross og tala um skotvopnaeign landsmanna. Þar hljóta allir að vera raðmorðingjar.
Hvers vegna?
Það er hægt að drepa fólk með byssu.
Benedikt V. Warén, 22.8.2016 kl. 08:31
Ég hef enga þráhyggju gagnvart Sigmundi.. Ég veit alveg afhverju menn geyma sínar eignir á svona stöðum. Mér finnst bara merkilegt að fólk trúi því í alvöru að það sé ekkert að því að taka meðvitaða ákvörðun um að geyma sínar eignir á eyju í karabíska hafinu þar sem lögmannstofur hafa þann eina tilgang að hjálpa aðilum að setja upp órekjanleg fyrirtæki í landi þar sem engin skráning er á fyrirtækjum. Það er hvergi í heiminum nema á íslandi þar sem einhver hópur fólks finnst þetta í lagi - og sá hópur eru stuðningsmenn Sigmundar Davíðs..
Ef Sigmundur og frú vildu hafa allt sitt uppi á borðum þá hefðu þau bara geymt þessa peninga í Bretlandi þar sem þau voru - þess í stað er tekin sú ákvörðun að gera það í gegnum huldufélag á aflandseyju og við hin hefðum ekki verið neins vísari nema vegna upplýsingaleka frá lögmannstofunni sem sá um gjörninginn.. Ég veit ekkert um það hvort þau hjón voru að svíkjast undan skatti né hvort það var tilgangurinn með gjörningunum. Ég veit það hins vegar að þau hjón ákváðu að gera þetta á stað þar sem yfirvöld hafa enga möguleika á að sannreyna það sem þau eru að segja og þau hafa ekki birt neina ársreikninga eða annað sem varpað gæti ljósi á málið. Sigmundur hefur þess utan ekki svarað þeirri spurningu hvenær þetta huldufélag þeirra eignaðist kröfur í þrotabú bankanna.
Þér má alveg finnast þetta bara fullkomlega eðlilegt ef þú vilt Benedikt.. Mér finnst það ekki
Jón Bjarni, 22.8.2016 kl. 11:58
Jón Bjarni,
Sigmundur laug ekki!! Hann sagði bara pínulítið ósatt! En þegar hann sagði ósatt vissi hann ekki að fréttamennirnir vissu af tengslum hans við Wintris. EF þeir hefðu ekki vitað af þeim tengslum hefðu þeir ekki vitað að hann sagði ósatt, og þá hefði svar hans verið tekið gilt og gott, sem sannleikur.
Svo ef við ímyndum okkar að Panamaskjölunum hefði alls ekki verið lekið, þá væri þetta enn leyndarmál að Sigmundur og frú ættu sitt sparifé í Tortólafélaginu Wintris og þá hefði það verið sannleikur gagnvart okkur þegnum hans, að hann tengdist ekki félagi né ætti peninga á Tortóla. Svoeliðis sannelikur mætti kalla afstæður sannleikur.
Skeggi Skaftason, 22.8.2016 kl. 13:32
Jón Bjarni, "þessir peningar" voru einmitt geymdir í Bretlandi; á almennum innlánsreikningi í útibúi Credit Suisse í London. Aldrei á Tortola né öðru skattaskjóli en því sem bretar bjóða uppá heima hjá sér. Íslensk skattyfirvöld vita - og vissu - allt um þessa bankainnstæðu þar. Sem var skattlögð á Íslandi samkvæmt íslenskum skattalögum. Það ætti að vera nóg að skoða íslensku skattskrána til þess að sannreyna þetta.
Kolbrún Hilmars, 22.8.2016 kl. 14:13
Svo vil ég bæta við öðru, því nú verð ég áreiðanlega ásökuð um hlutdrægni ef ekki lygar, að ég hef líka varið fyrrverandi gjaldkera Samfylkingar sem er í fullum rétti með rekstur sinn erlendis þótt hann greiði enga skatta til Íslands vegna tvísköttunarsamninga!
Kolbrún Hilmars, 22.8.2016 kl. 14:25
Kolbrún - við vitum ekkert hvaða bankareikninga félagið Winstris á eða hvort það félag er búið að stofna dótturfélög sem síðan eiga reikninga einhversstaðar.
ÞAð er bara EITT mögulegt hagræði af því að vera með félög þar sem ekki er nein fyrirtækjaskráning, og það hagræði er leynd á eignarhaldi og samhliða slíkri leynd skattaundanskot.. Þú mátt alveg trúa því ef þú vilt að það hafi bara verið eitthvað flipp hjá þeim hjónum að geyma félagið þarna.. Ég trúi því ekki og það trúir því enginn nema einhver þröngur hópur meðvirkra stuðningsmanna Sigmundar
Jón Bjarni, 22.8.2016 kl. 15:04
Og það er ekki nóg að skoða íslensku skattaskrána vegna þess að einu upplýsingar íslenskra skattayfirvalda um eignir þessa félags eru þær upplýsingar sem eigendur slíkra félaga veita sjálfviljugir.. Það er ekkert hægt að skoða það neitt frekar.. Sem er jú það sem menn sækjast í með því að fela sig á þessum eyjum.. Það eina sem truflaði þennan feluleik þeirra hjóna var að það komst upp um þau vegna gagnaleka hjá fyrirtæki sem sérhæfði sig í að nota lagalegt tómarúm þessarar eyju til þess að hjálpa auðmönnum að fela eigur sínar.. Það að einhver bankareikningur Winstris sé í Bretlandi breytir engu ef það veit enginn hver eigandi Winstris er.. og við hefðum ekkert vitað hverjir þeir eigendur voru nema vegna þessa leka..
Jón Bjarni, 22.8.2016 kl. 15:07
Jón Bjarni, RSK veit hvaða upphæð var upphaflega greidd í fyrirframgreiddan arf og lögbundnum erfðafjárskatti skilað. Það gerðist hér á landi. Síðan var það einkamál hvernig viðkomandi notaði afganginn. Þú tönnlast á einhverju félagi/fyrirtæki - sem raunar var aldrei stofnað, en hefði samt verið löglegt. Ertu áhugamaður eða fróður um fjármál svona almennt?
Kolbrún Hilmars, 22.8.2016 kl. 15:48
Já Ragnhildur.. ég er skattalögfræðingur og með á bakinu framhaldsnám í alþjóðlegum skattarétti þar sem ég sérhæfði mig í skattasniðgöngu.
Það er nefnilega ekki þitt einkamál hvað þú gerir við þínar tekjur, það eru í gildi alþjóðlegir sáttmálar og tvísköttunarsamningar sem eiga að tryggja skattlagningarrétt ríkja vegna þeirra þegna sem hafa þar skattalega heimilisfesti. Stærsta vandamálið varðandi skattsvik auðmanna er notkun ríkja eins og þess sem þau hjón notuðu til þess að fela eigur sínar fyrir skattayfirvöldum.
Jón Bjarni, 22.8.2016 kl. 15:52
Fyrirgefðu.. Kolbrún - ekki Ragnhildur
Jón Bjarni, 22.8.2016 kl. 15:52
Ekkert að afsaka, bara heiður af því að vera ruglað saman við Ragnhildi :)
En þú gerir þarna mistök sem skattalögfræðingum má ekki verða á:
Skattskyldar tekjur eru ekki það sama og óskattskyldar eignir!
Kolbrún Hilmars, 22.8.2016 kl. 16:17
Ég var ekki að rugla neinu saman Kolbrún - við vitum ekkert hvaða mögulegu tekjur þau hjón gefa ekki upp vegna þess að við vitum ekki hvað þau eiga. Ástæða þess er sú að þau hafa tekið þá ákvörðun að geyma sitt félag og möguleg dótturfélög á stað þar sem slíkar upplýsingar er ekki hægt að fá.
Jón Bjarni, 22.8.2016 kl. 16:22
Eign sem er óskattskyld er eign sem skilar engum tekjum.. Svo ef þau eru að safna t.d. tómum fasteignum með engum leigutekjum eða eru með peninga inni á vaxtalausum reikningum þá gætu þau átt einhverjar "óskattskyldar eignir" í þeim skilningi - ég ætla samt að leyfa mér að efast um það. Ég hef reyndar aldrei heyrt minnst á óskattskylda eign áður - enda eru eignir almennt ekki skattskyldar því hér er löngu búið að afnema eignarskatt..
Jón Bjarni, 22.8.2016 kl. 16:31
Jón Bjarni, þú getur ekki leyft þér að efast um eitt eða neitt í þessu máli.
Annað hvort ertu með pottþétta sönnun eða ekki - þetta vita lögmenn yfirleitt. Ánægjulegt þó að ég hafi getað hjálpað þér með að tengja "óskattskylda eign" við "eignir almennt ekki skattskyldar". :)
Kolbrún Hilmars, 22.8.2016 kl. 16:45
Ég get víst leyft mér að efast Kolbrún - vegna þess að það sem ég veit er að þetta fólk (ásamt stórum hópi auðmanna) hefur tekið meðvitaða ákvörðun um það að geyma sínar eignir í félagi í landi þar sem ekkert er skráð og enginn veit neitt.. Ég veit að eina mögulega hagræðið af slíkum gjörningi er sá að eignir þess sem það gerir eru í skjóli frá yfirvöldum.
Það er ekkert til sem heitir óskattskyld eign vegna þess að það eru tekjur af eignunum sem eru skattskyldar, og það er enginn eign sem er gædd þeim eiginleika að tekjur af henni séu skattlausar.
Jón Bjarni, 22.8.2016 kl. 16:54
Skráning fyrirtækja á aflandseyjum þar sem engin fyrirtækjaskráning á sér stað er stærsta vandamál allra ríkja veraldar þegar kemur að skattaundanskotum. Það er ekki boðlegt að forsætisráðherra ríkis sem telur sig til siðmenntaðra ríkja sé gripinn við það að vera með félag skráð á slíkum stað. Og það sjá allir nema einhver lítill hópur stuðnignsfólks Sigmundar.. Þetta er stórmerkilegt í raun
Jón Bjarni, 22.8.2016 kl. 16:59
Ef þú hefur vitneskju og sönnunargögn um slík undanskot eða lögbrot, þá held ég að það sé borgaraleg skylda þín að tilkynna það "til þess bærum yfirvöldum" eins og það er kallað. Annars gætir þú talist samsekur.
Kolbrún Hilmars, 22.8.2016 kl. 17:19
Ég hef engin gögn enda væri ég ríkur maður ef ég hefði aðgang að leyniskjölum á aflandseyjum. Ef þú vilt trúa því að þau hjón hafi fyrir tilviljun ákveðið að staðsetja sitt fyrirtæki í Karabiska hafinu, og að það hafi bara verið óheppileg tilviljun að þar er stærsta útflutningsgrein aðstoð við skattaundanskot auðmanna þá mátt þú bara trúa því :) Ég trúi því ekki og mun ekki trúa því fyrr en þau hjón leggja fram gögn því til stuðnings, það hafa þau ekki gert
Jón Bjarni, 22.8.2016 kl. 17:42
Jón Bjarni, ertu að ýja að því að RSK BORGI fyrir slíkar upplýsingar? Eða að þú gætir nýtt þér þær annars staðar í eiginhagsmunaskyni?
Auk þess nefnir þú STÓRAN hóp auðmanna hér á undan. Ertu þá að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur?
Kolbrún Hilmars, 22.8.2016 kl. 18:05
Nei, ég er að ýja að því að ef ég hefði aðgang að slíkum skjölum þá væri ég ríkur maður af því að aðstoða fólk við skattaundanskot á aflandseyjum..
Segðu mér Kolbrún, afhverju heldur þú að þau hjónin hafi geymt sínar eignir í leynifélagi á aflandseyju?
Jón Bjarni, 22.8.2016 kl. 22:17
Þú verður að fyrirgefa mér Kolbrún en ég hef eytt töluvert miklum tíma í að kynna mér skattsvik og ég hafði satt að segja aldrei nokkurn tíma séð það gerast að venjulegt fólk segði það í góðu lagi að geyma eignir á slíkum stöðum fyrr en lítill en hávær hópur hér á Íslandi fór á einhvern furðulegan hátt að reyna í fullri alvöru að halda því fram að það væri ekkert athugavert við það að Sigmundur og frú hefðu verið gripin við þá iðju að fela eignir í eyjum sem eru notaðar af auðmönnum um allan heim í þeim EINA tilgangi að fela eignir fyrir yfirvöldum og öðru fólki..
Jón Bjarni, 22.8.2016 kl. 22:23
Enn og aftur; eignir voru ekki faldar í þessu tilviki sem við höfum rætt.
En vissulega geymdar á aflandseyju ef City of London flokkast undir slíka skilgreiningu. :)
Kolbrún Hilmars, 23.8.2016 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.