Laugardagur, 13. ágúst 2016
Bjarni Ben. býður upp á prútt
Alþingi er kosið til fjögurra ára. Það er meginregla. Ef þingmeirihluti tapast er rétt að boða til kosninga.
Bjarni Benediktsson hljóp á sig í apríl með því að gefa afslátt af meginreglu og tala um kannskikosningar í haust. Þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar er og var traustur.
Bjarni Ben. má alveg fullorðnast í pólitík örlítið hraðar.
Þessari störukeppni verður að ljúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjarni Ben getur trauðla talist meira en nýfermdur, pólitískt séð.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 13.8.2016 kl. 22:03
Ertu að halda því fram að átrúnaðargoð sjálfstæðismanna hafi gert mistök. Eg bara spyr: Er svona tal um "æjatollann" ykkar leyft meðal Valhallarmanna.
Steindór Sigurðsson, 13.8.2016 kl. 22:38
Undarlega spurt, Steindór. Kattasmölun tilheyrir vinstrinu og miðjumoðinu, sem aldrei þolir neina gagnrýni á sína foringja. Ef til vill ekki undarlegt að þú spyrjir svona, verandi hliðhollur þinum "ajatollum",undirgefinn og vel alinn, eins og köttur, sem ekki þarf að smala.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 14.8.2016 kl. 03:43
Vinstra liðið heimtar kosningar í strax þrátt fyrir ríflegan meirihluta stjórnar á þingi. Ekki er langt síðan að Norræna "velferðarstjórnin" missti meirihluta sinn á þingi en sat samt sem fastast og það er einmitt það sem vinstri menn gera þrátt fyrir vantraust þjóðarinnar á störfum þeirra.
Ég veit ekki hvort það var vegna þess að Bjarni fór á taugum í vor eða hann hafi séð sér hag í því að þjónkast við vinstraliðið að hann tók undir að kosningar yrðu haldnar sem fyrst. Eitt þykir mér ljóst af vinnubrögðum hans að Bjarni er ekki maður til að leiða stjórnmálaflokk hvað þá ríkisstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn er í sögulegri lægð miðað við skoðanakannanir og vekur það því undrun hversu ákafur Bjarni er í að fara í kosningar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 14.8.2016 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.