Nýja kalda stríðið: Úkraína eftir Pútín-Erdogan bandalag

Nató-ríkið Tyrkland undir Erdogan er orðið vinur Rússlands og það setur allar áætlanir Nató í Úkraínu í uppnám. Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa bjargað lífi Erdogan í valdaránstilrauninni fyrr í sumar á meðan vesturlönd sátu hjá. Erdogan grunar vesturlönd um græsku - að hafa stutt tilraunina til valdaráns.

Bandaríkin og Evrópusambandið, með Nató sem verkfæri, ætla sér forræði yfir Úkraínu en Rússland lítur á það sem tilræði við öryggishagsmuni sína. Stjórnin í Kiev er leppur Nató og hreyfing á úkraínska hernum við landamæri Krímskaga, sem Rússar hernámu af Úkraínu til að tryggja flotaaðstöðu, er ekki gerð nema fyrir hvatningu Nató. Sterkt svar Rússa sýnir að útfallið af nýrri vináttu Rússa og Tyrkja gæti orðið í Úkraínu.

Talsmenn Nató-ríkja, t.d. Guy Verhofstadt, segir Tyrkja verða að gera upp hug sinn hvort þeir vilji bandalag við vesturlönd eða rússneskt faðmlag.

Sagnfræðingurinn Stephen F. Cohen ræðir í útvarpsþætti John Batchelor áhrif bandalags Erdogan og Pútín á þróun nýja kalda stríðsins, sem hófst fyrir aldarfjórðungi með falli Berlínarmúrsins.

Ef því bandalag Tyrkja og Rússa styrkist verður staða Bandaríkjanna og Evrópusambandsins veikari, bæði í Úkraínu og miðausturlöndum. Með hernaðaraðgerðum í Úkraínu freista Nató-ríkin þess að ná frumkvæði að nýju valdabaráttu nýja kalda stríðsins. 


mbl.is Flytja eldflaugavarnakerfi á Krímskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband