Miðvikudagur, 10. ágúst 2016
Andrík lágkúra
Andríki birti pistil í þágu vinstriflokkanna, sem er sambland af fávísu hjali um alþingi og árás á formann Framsóknarflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Í pistlinum er þessi efnisgrein:
Sigmundur Davíð blekkti hina þingmennina 62, þeir eru fórnarlömb en ekki gerendur í málinu.
Nú getur verið að höfundur efnisgreinarinnar eigi hagsmuna að gæta, er t.d. maki þingmanns og fái frípúnkta fyrir fjölskylduferðina út á ríkisrisnu. Einhver ætti að lauma því að þeim sérgóða að alþingskosningar eru ekki til að skaffa fólki vinnu. Að tala um þingmenn sem fórnarlömb í pólitískri umræðu er eins og að segja fólk fórnarlömb súrefnis.
Meginatriði neðanbeltisorðræðu Andríkis er að Sigmundur Davíð hafi ekki sagt samþingmönnum sínum að hann ætti efnaða eiginkonu með útlenskan bankareikning. Halló Hafnarfjörður, er Bjarni Ben. blankur? Og voru ekki aflandsreikningar með hans nafni? Ólöf Nordal er ekki beinlínis fátæklingur og eitthvað átti hún í útlöndum. Vissi alþjóð um persónuleg fjármál Bjarna Ben. og Ólafar? Nei, einmitt, vegna þess að þetta eru einkamál.
Andríkiskríbentinn lepur upp RÚV-falsið um einkafjármál Sigmundar Davíðs. Hlutlægir blaðamenn, t.d. á Guardian, hafa bent á að engin gögn eru um neitt misjafnt í fjármálum fráfarandi forsætisráðherra.
Pistill Andríkis er illa innrætt lágkúra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.