Föstudagur, 5. ágúst 2016
Með Eygló yrði Framsókn vinstriflokkur
Eygló Harðardóttir mátar formannsstól Framsóknarflokksins. Eygló rekur samfylkingardeild innan Framsóknarflokksins; hún boðar ríkisvæðingu húsnæðismála og er höll undir ESB-aðild.
Með Eygló sem formann yrði Framsóknarflokkurinn vinstriflokkur. Við höfum þegar nóg af slíkum smáflokkum sem keppast við að finna leiðir að taka úr hægri vasa fólks til að færa yfir í þann vinstri og kalla réttlæti.
Sjálfstæðisflokkurinn myndi hagnast mest á formennsku Eyglóar.
Vilji til að halda flokksþing í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framboð Eyglóar fyrir Framsókn var af púra praktískum ástæðum rétt eins og framboð Guðmundar Steingríms. Þaulseta þingmanna Samfylkingar leyfði enga nýliðun á sama tíma og glufur opnuðust á framboðslistum Framsóknar. Tækifærissinnar láta ekki slíkt framhjá sér fara. Hins vegar er GS ekki sami naglinn og Eygló og því hörfaði hann undan. Eygló er gauksunginn í Framsóknarhreiðrinu.
Ragnhildur Kolka, 6.8.2016 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.