Kirkjugrið múslíma

Þau eru misjöfn kirkjugriðin, kristinna og múslíma. Ríki íslams ræðst inn í kaþólska kirkju í Frans til að skera aldraðan guðsmann á háls og meiða nunnur. Í Laugarnesi taka pólitískir rétttrúnaðarprestar frammi fyrir hendur yfirvalda sem framfylgja landslögum í málefnum hælisleitenda.

Þriðja bylgja múslímskra hryðjuverka stendur líklega yfir, er bloggað í London Review of Books. Tilræðismennirnir koma úr röðum þeirra 20 milljón múslíma sem búsettir eru í ríkjum Evrópusambandsins.

En auðvitað hefur það ekkert að gera með trúarmenningu múslíma. Sem er friðelskandi eins og alþjóð veit.

 


mbl.is Franska lögreglan þekkti árásarmanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er örugglega erfiðara að halda boðorð kristninnar heldur en Islam.Þó er léttast að gegna þessu boðorði trúi maður heitt; "þú skalt elska guð þinn af öllu hjarta þínu og allri sálu þinni" 

En að elska óvin sinn,næ því ekki!!  


Frum foreldri beggja trúarbragðanna óhlíðnuðust guði,en það var kannski ekki höfuð synd,heldur reyndu þau að leynast fremur en að játa og biðja fyrirgefningar. 

Einhversstaðar einhverntíma greindust afkomendur þeirra í þessi gjörólíku trúarbrögð. - Kristinna er guðs ríki trúi þeir á upprisuna og ganga þá á guðs vegum.Engar kvaðir um bænahald oft á dag eða sækja kirkju.

Islam er mér óþekkt,en hegðun þeirra í vestrænum ríkjum á ég erfitt með að skilja ,þar sem eru svo margir sem umbera þá og vilja ryðja sínum eigin  löndum frá til að koma þeim í öruggt skjól með val um allt sem tilheyrir þeirra trú. Engan hef ég fregnað af sem býður kristnum fjölskyldum sem eru í bráðri hættu víða í Austurlöndum,heim til okkar þar sem kristni er ríkistrú.- Guð gefi ykkur góða nótt.


       

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                     

Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2016 kl. 02:49

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sæll vertu Páll

 

Hvaða landslög voru það nákvæmlega sem þjóðkirkjan virti ekki í tengslum við írösku mennina tvo í Laugarneskirkju? – Þessu er auðsvarað. Í 106. gr. almennra hegningarlaga segir: „Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum. Beita má sektum, ef brot er smáfellt.

Sá sem tálmar því á annan hátt að handhafi lögregluvalds eða tollgæsluvalds gegni skyldustörfum sínum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Geri maður öðrum opinberum starfsmanni slíkar tálmanir þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

Nú hefur sá sem dæmdur er sekur um brot á þessari grein áður sætt refsingu samkvæmt greininni eða honum hefur verið refsað fyrir brot sem tengt er að öðru leyti við vísvitandi ofbeldi, og má þá hækka refsingu allt að helmingi.

Jafnfætis þeim opinberu starfsmönnum, sem ekki hafa heimild að lögum til líkamlegrar valdbeitingar, standa þeir menn sem dómari eða yfirvald kveður sér til aðstoðar við rekstur opinbers starfs.

 

107. gr. Hafi verknaður, sem í 106. gr. getur, verið hafður frammi af mannsöfnuði, skal forgöngumönnum og leiðtogum upphlaupsins refsað með þyngri refsingu að tiltölu, og má þá beita allt að 8 ára fangelsi. Aðrir þátttakendur upphlaupsins, sem ofríki hafa haft í frammi eða ekki hafa hlýðnast skipun yfirvalds er skorað hefur á mannsöfnuðinn að sundrast, skulu sæta fangelsi allt að 6 árum eða sektum ef brot er smáfellt.“

 

Markmiðið var að hindra eða tálma að þeir væru fluttir af landinu. Brotið er því augljóst.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 27.7.2016 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband