Sjö ára tapsaga ESB-sinna

Þjóðin hefur samfellt í sjö ár hafnað aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að ESB-sinnar reyni ýmsar útgáfur af ósannindum, t.d. ,,kíkja í pakkann", ,,þetta eru bara viðræður", ,,við höldum fiskimiðunumm", ,,við aukum fullveldið innan ESB" og ,,ESB-aðild gerir okkur rík" segir meirihluti þjóðarinnar núna samfleytt í sjö ár: ,,ESB, nei takk."

Í næstu þingkosningum, vorið 2017, verður fróðlegt að sjá hvaða útgáfu ósanninda ESB-sinnar ætla að bera á borð. Hún er orðin nokkuð þreytt síðasta lumman um að ,,klára samningana og láta þjóðin síðan kjósa."

ESB-sinnar í Viðreisn og Samfylkingu neita að horfast í augu við staðreyndina að Ísland á ekkert erindi í Evrópusambandið, sem sjálft er í upplausnarástandi. Það er út af fyrir sig saga til næsta bæjar.

 


mbl.is Evrópusambandinu hafnað í sjö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Ætli x-D og x-B komi aftur með kosningaloforð um að fólkið í landinu fái að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort aðildarVIÐRÆÐUM verði haldið áfram eða ekki?

Snorri Arnar Þórisson, 27.7.2016 kl. 11:54

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fyrir 12-13 árum sagði Davíð Oddsson að Ísland myndi ekki ganga í ESB fyrir 2010. Halldór Ásgríms fyrtist við og Samfylkingin fór af hjörunum. Nú hefur sambandið útilokað að ný ríki verði tekin inn fyrr en eftir 2020. Eins og staðan er í dag verða Viðreisn og Samfó að finna sér eitthvað annað að dunda við næstu árin, því ekki er á vísan að róa með tilvist ESB.

Ragnhildur Kolka, 27.7.2016 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband