Góða fólkið þolir ekki lög og reglu

Unnsteinn Manúel Stefánsson formælandi þeirra hljómsveita sem stukku á lúkasarumræðuna um þjóðhátíð í Vestmannaeyjum segist skynja tvær þjóðir í landinu.

Eftir að sættir náðust milli hljómsveitanna og aðstandenda þjóðhátíðar gagnrýndi önnur þjóðin sveitirnar fyrir að hafa ekki ,,tekið lög­regl­una nógu mikið niður í ein­hvern drullupoll.“

Góða fólkið, t.d. þingmaður Pírata og yfirlýst samfylkingarfólk, lagði sig fram um að magna upp lúkasinn í umræðunni með því beita sérkunnáttu sinni, sem er að ala á vantrausti í samfélaginu.

Góða fólkinu er sérlega uppsigað við lögregluna sökum þess að hún stendur fyrir lög og reglu. Unnsteinn Manúel skynjar góða fólkið sem slíkt samfélagsafl að hann kallar það aðra af tveim þjóðum í landinu. Hin þjóðin má fara að vara sig. 


mbl.is Upplifir tvær þjóðir í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sammála, góðafólkinu er í nöp við réttarríkið því það vill sjálft setja reglurnar. Reglur sem henta þeim hverju sinni en má svo afnema á augabragði þegar aðrir vilja notfæra sér regluna. Síbreytilegt siðferði köllum við það.

Ragnhildur Kolka, 24.7.2016 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband